Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 35
SKINFAXI 131 Starfsíþróttir: IMautgripadómar I. Inngangur. Það er alkunna, að margir menn stunda landbúnaðarstörf og skepnuhirðingu, sem þekkja ekki skepnur þær hverja frá annarri, sem þeir umgangast. Þessir menn hafa varla mikla ánægju af skepnum, því að þeir sjá þær ekki fyrir sér sem ein- staklinga og fá aldrei tækifæri til þess að kynnast persónu- leika þeirra. Allt öðru máli er að gegna með þá, sem glöggir eru og þekkja alla einstaklinga hjarðarinnar. Þeim er það mörgum ótæmandi yndisuppspretta að fylgjast með háttum og lífsferli hverrar skepnu, sem þeir hafa undir höndum. En þá fyrst hafa menn fyllsta yndi af skepnum sínum, þegar þeir gjörþekkja kosti þeirra og galla og geta vegið þá svo og metið, að þeir geti gert sér grein fyrir því, hvað gripurinn er kostamikill í hlutfalli við aðra einstaklinga lijarðarinnar. Það er varla um það að ræða, að menn séu fæddir með þá eiginleika að kunna full skil á þvi að meta búfé. Þá eiginleika þarf að þjálfa til þess, að matið verði nokkurs virði. Á hinn bóginn þykir mér rétt að benda á, að með góðri þjálfun virð- ast flestir geta náð nokkurri hæfni í að dæma um búfé. Með því að gera nautgripadóma að keppnisgrein í starfs- íþróttum er unnið að því að þjálfa þessa eiginleika, og það mun veita þeim, sem þátt taka i slikri lceppni, aukna ánægju við gripahirðingu og verða þeim að liði i ræktun búfjárins. II. Tilhögun keppninnar. 1. Áður en keppnin hefst, skulu tveir æfðir dómarar velja kýrnar, sem nota skal til dómkeppninnar. Við val þeirra er rétt að hafa hugfast, að þær hafi góða skapgerð, standi rólegar, þótt þær séu skoðaðar af ókunnugum. Enn fremur er rétt að hafa kýrnar með sem ólíkasta eiginleika, svo að fram komi sem mest af kostum og göllum og helzt i hverri kú. Dómarar skulu dæma hvern grip hvor í sínu lagi og sam- ræma síðan dóma sína á eitt dómspjald, og verður það dóm- spjald síðan liaft til samanburðar við dómspjöld þátttakenda í keppninni, þegar reiknaðar verða einkunnir þeirra. 2. Hver þátttakandi í dómkeppni skal dæma minnst tvær kýr. Honum skal sett tímatakmörk þannig, að hann hafi skilað 9*

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.