Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 44

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 44
140 SKINFAXI og forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er kom þar við á ferð sinni um Vestfirði um þetta leyti. Ú r s 1 i t: 100 m hlaup: Jónas Ólafsson, Höfrungi, 11,7 sek. Ilann vann einnig 400 m hlaupið, 62,03 sek. 1500 m hlaup: Guðbjartur Guðlaugsson, Umf. 17. júni, 4:44,1 mín. Hann vann einnig langstökkið, 5,99 m, þrístökkið, 12,63 m og fimmtarþrautina með 2339 stigum. Hástökk: Jón Hjartar, Gretti, 1,60 m. Hann vann einnig spjót- kastið, 47,08 m. Stangarstökk: Andrés Bjarnason, Stefni, 2,70 m. Kringlukast: Jens Kristjánsson, Umf. Bifröst, 38,91 m. Kúluvarp: Eyjólfur Bjarnason, Stefni, 12,65 m. Starfshlaup: Hjörtur Jónsson, Gretti, 11,26 mín. 4X100 m. boðhlaup: Höfrungur, 53,8 sek. Kvennagreinar. 80 m hlaup: Ágústa Ágústsdóttir, Höfrungi, 12,4 sek. Hún vann einnig langstökkið, 4,01 m og hástökkið, 1,20 m. Kringlukast: María Ólafsdóttir, Ilöfrungi, 23,34 m. Hún vann einnig kúluvarpið, 8,57 m. Höfrungur á Þingeyri vann mótið með 118 stigum. Vann félagið verðlaunabikar til fullrar eignar, þar sem þetta er í þriðja skipti í röð sem það vinnur bikarinn. Af einstaklingum hlutu flest stig: Guðbjartur Guðlaugsson, Umf. 17. júni, 41 stig og Ágústa Ágústsdóttir, Höfrungi, 27 stig. Veður var heldur kalt og óhagstætt meðan keppnin fór fram en bliðkaðist með kvöldinu. HÉRAÐSMÓT HÉRAÐSSAMBANDS STRANDAMANNA var haldið í Hólmavík 12. júlí. Veður var ágætt en vegna rigningar undanfarna daga var völlurinn blautur. Ú r s 1 i t: 100 m hlaup: Guðmundur Valdimarsson, Umf. Geislinn, 11,1 sek. Hann vann einnig þrístökkið, 13,89 m og hástökkið, 1,62 m. Kúluvarp: Sigurkarl Magnússon, Umf. Reynir, 12,74 m. Hann vann einnig spjótkastið, 50,40 m og kringlukastið, 38,45 m og langstökkið, 6,40 m. 3000 m hlaup: Stefán Daníelsson, Umf. Hvöt, 9:58,2 min. Umf. Geislinn, Hólmavík, vann mótið með 41 stigi. Önnur Umf. fengu þessi stig: Umf. Reynir, Hrófbergshreppi, 21, Umf. Ilvöt, Kirkjubólsbreppi, 7 og Umf. Gróður, Fellslireppi 2. Af einstaklingum hlutu flest stig Guðmundur' Valdimarsson og Sigurkarl Magnússon, 21 hvor.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.