Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 56

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 56
152 SIÍINFAXI Ættland og erfðir Það hefur oft verið sagt um smáþjóðir, að vanmeta- kennd þeirra birtist einna helzt í því, hve lítí þær láta sér um, ef þcirra er getið að einhverju sérstaklega með hinum stóru þjóðum, lofsamleg ummæli viðhöfð um einstaklinga, er fram úr skai’a, eða þjóðarheildar getið til lofs. Vel má vera, að mikið sé í þessu hæft. — En hitt er þá einnig jafnsatt, að smáþjóðir hafa því einu að stæra sig aí', sem vel er gert í menningarlegum efnum; af öðru komast þær vart ó dagskrá. Enda getur réttur smáþjóðar því aðeins verið nokkurs virt- ur í alheimsmálum, að hún hafi eitthvað til brunns að bera, sem menningu alls mannkyns er til hóta. Þar kemur hvorki afl né styrkur til greina, aðeins andleg verðmæti. Samkvæmt þessari skoðun hefur Islendingum jafn- an þótt mikils um það vert að eiga fulltrúa með öðrum þjóðum, sem kynntu menningu hennar og þjóðarverð- mæti. Hefur liún og á öllum öldum frá Islands byggð átt í þessum efnum ýmsa góða hauka í horni. — Einn mikilvirkasti og ötulasti menningarfulltrúi af þessari gerð nú á dögum er dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskóla Norður-Dakota í Grand Forks. Richard Beck hefur jafnan verið vakinn og sofinn í að kynna íslenzka menningu í Bandaríkjunum og Kanada, ekki aðeins meðal Vestur-Islendinga og afkomenda þeirra, heldur einnig meðal annarra Norðurlandaþjóða þar vestra og enskumælandi manna. Hefur hann verið hin mesta hamhleypa við að kynna og fræða um islenzk efni, og þá sérstaklega íslenzkar bókmenntir og þjóðernismál, á þrem tungumálum jafnhliða. Má gera sér í hugalund, hvert fórnarstarf er þar unnið íslenzkri menningu,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.