Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 60
156
SKINFAXI
þetta hefti verði þau var við það. Skinfaxi fæst að mestu síð-
an 1925.
Ungmennafélagar.
Herðið sóknina fyrir Skinfaxa. Fáið unga fólkið, sem er að
.ganga í félögin til að gerast áskrifendur. Sendið afgreiðslunni
jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra
og fjölbreyttara tímarit. Þrjú hefti koma út árlega og árgang-
urinn kostar kr. 15,00. Gjalddagi er 1. okt.
U.M.F.f. gefur fundarhamar.
Ingólfur Guðmundsson frá Laugarvatni færði dönsku ung-
mennafélögunum fundarhamar að gjöf frá U.M.F.Í. á 50 ára
afmælishátíð þeirra í Askov 17.—19. júli í sumar. Hamarinn er
skorinn í islenzkt birki af Sveini Ólafssyni myndskera. Hann
er hinn veglegasti gripur og eru í hann skornar hamingjuóskir
og kveðjur íslenzkra ungmennafélaga til þeirra dönsku. For-
maður dönsku ungmennafélaganna liefur þakkað gjöfina með
sérstöku bréfi lil U.M.F.Í.
Hlín, ársrit íslenzkra kvenna,
35. árg., liefur borizt Skinfaxa. Ritið er 10 arkir að stærð
'og efnið mjög fjölbreytt, fréttir af starfsemi kvenfélaganna,
leiðbeiningar um heimilisiðnað og marga aðra liagnýta hluti.
Minningargreinar um ýmsar merkiskonur. Greinar um upp-
eldis— og fræðslumál, heilbrigðismál. Þá eru í hcftinu kvæði
og andleg Ijóð.
Halldóra Bjarnadóttir er útgefandi og ritsljóri og hefur
svo verið um langan tíma. Hefur hún gegnt þar þýðingarmiklu
hlutverki af frábærum dugnaði. í liaust átti hún 80 ára af-
mæli og var þá sýndur margvíslegur sómi.
D. Á.
Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga íslands.
Pósthólf 406 — Reykjavík.
Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð.
Ritstjóri: Stefán Júlíusson,
Brekkugötu 22, Hafnarfirði.
FÉLAGSPRENTBMIÐJAN H.F.