Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 5

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 5
SKINFAXI 3 — Hvenær lögðuð þið svo af stað? — Við lögðum af stað 11. júní með millilandallug-j vélinni Heklu. Var í'logið beint til Stavanger í Noregiy og komum við þangað um miðnætti el'tir rúmlega 5 stunda flug. -— Og hvað voruð þið lengi í Noregi? — Við munum hafa verið þar alls 7 daga, 3 af þeim í Osló. — Kannske þú segir mér i stórum dráttum frá dvói- inni í Noregi. -— Það er þá fyrst til að taka, að daginn eftir að við komum til Stavanger fórum við í ökuferð um Jaðarinn, skoðuðum þar bændahýli, bændaskóla og helztu staði undir leiðsögn fararstjora frá ungmennafélögunumJ Var þetta liin prýðilegasta ferð og ágæt hyrjun á veiu okkar á framandi grund. í hakaleiðinni komum við við í Mostun, félagsheimili Umf. í Stavanger, sem er skammt frá bænum, og var þar gerð góð veizla. Voru þar ræður fluttar og mikið sungið. Þar löluðu formaður Umf. í Stavanger og fararstjóri okkar. — Þegar við komum aftur til Stavanger um kvöldið, stigum við á skipsfjöl. Var ferðinni nú licitið til Bergen. Lítið piáss var á strandferðaskipinu og sátum við mest upp á þil- fari um nóttina. Ekki væsti þó um okkur á skipinu, því að veður var himneskt, logn og hlíða. Var fagurt og tilkomumikið að sigla þarna innan skerja i stafalogn- inu og njóta útsýnis til lands og sjávar. Vorum við glöð í bragði og sungum og skemmtum okkur. — Siðan hafið þið stanzað í Bergen? — Það var nú heldur stutt, því er verr. Ferða- áætlunin leyfði ekki langa viðdvöl. Ætlunin hafði að vísu verið að dvelja þar um stund og hafði eins konar móttökuhátíð verið undirhúin okkur til lieiðurs á ágæl- um skemmtistað í borginni. En því miður misstum við af þessu. Astæðan fyrir þessari röskun á ferðaáætlun- inni var sú, að hrottför Heklu frá Reykjavík hafði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.