Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 18
18 SKINFAXI ÞÁTTUR SUÐUR-ÞINGEYINGA: Tækni og sjálfstæði dd^tir (dr'djón (jukmundióon. Aldagömul einangrun Islands hefur verið rofin. Véltækni nútímans hefur flutt landið í þjóðbraut, ef svo mætti að orði kveða. I vaxandi mæli tökum við Islendingar tæknina í þjónustu okkar og álirif hennar eru stórkostleg á atvinnu- og menningarlíf þjóðarinnar. Að flestu leyti orka þau áhrif til góðs. Batnandi lífs- kjör og almenn velmegun bera þess ljósan vott. Eigi að síður er ýmislegt athugavert við tæknina og hina ytri menningu, sem henni fylgir. Hér skal ekki gerð tilraun til að meta til nokkurrar hlítar hin margvíslegu áhrif tækninnar á lífskjör og menningu yfirleitt. Það er flókið mál og margt, sem orkar tvímælis. örfá atriði skulu þó atliuguð og stiklað á stóru. Helztu kostir tækninnar eru: Bætt skilyrði fyrir heill)rigðu menningarlifi, þægindi alls konar, betri af- koma, meiri möguleikar til framleiðslu og nýtingu verðmæta. Helztu gallar og hættur verða nokkuð hlið- stæðar: Vaxandi hraði og hávaði, erill og tímaleysi, þrátt fyrir minni og léttari vinnu, kröfur manna um síaukin lífsþægindi, hætta á sjálfsdekri þeirra, sem njóta þægindanna, og óhófi í meðferð fjármuna í þjón- ustu þess dekurs og kröfuhörku. Tækni og framfarir er þróun, sem við fáum ekki stöðvað og viljum ekki stöðva. En við getum mótað þá þróun að nokkru leyti a. m. k. Tæknin hefur milda kosti, en einnig mikla galla. Iiún felur i sér mikla möguleika, en fátt er þó auðveldara en að misnota hana, eða misbeita henni á einhvern hátt. Skynsamleg notkun hennar verður að hyggjast á réttum skilningi á eðli hennar og tilgangi. Það má hvorki dýrka hana né til-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.