Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 21

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 21
SKINFAXI 21 ingarlegu tengsl við fortíðina og látum berast með straum tækni og tíma út i hringiðu heimsins. Her erlends stórveldis hefur um skeið haft aðsetur í landinu. Það gildir einu, hvort það er kallað lierseta eða „hervernd“. Það verður að skoðast sem skerðing a frelsi þjóðarinnar. Ég get aldrei litið á her Banda- ríkjanna sem „verndar“her okkar. A friðartímum þurf- um við ekki á vörn að halda. Á ófriðartímum hlýtur slík herseta að leiða til einhvers konar átaka í landinu sjálfu, a. m. k. loftárása. Herinn býður hættunni heim. Hersetan er því aðeins réttlætanleg og sjálfsögð, að hún annað hvort komi i veg fyrir eða hafi úrslitaþýð- ingu í hugsanlegri heimsstyrjöld. Hvorugt er likleg!. Að öðrum kosti eru örlög Islands algerlega jafnt háð þeim aðila er sigra kynni i þeim ófriði, aðgerðum haus og íhlutun um hag þess og frelsi, hvort sem setulið er hér nú eða ekki. Hitt er annað mál, að Bandaríkin hefðu að sjálfsögðu sett hér upp herstöðvar alveg jafnt, hvort sem Islendingar vildu eða vildu ekki, fyrst þau sáu sér hag í því á annað borð. En livað sem þessu líður, er eitt sem ekki orkar tvímælis: Það er ekki sama á hvern hátt við tökum þeim vanda, sem erlend herseta hlýtur að valda. Stjórnarvöld landsins hafa alltaf síðan herverndar- samningurinn var gerður við Bandaríkin reynt að leyna þjóðinni því, sem hefur verið að gerast í utan- ríkismálunum. Því, sem hver einstaklingur ekki ein- ungis vildi vita, heldur beinlínis þurfti að vita, og álti kröfu til að fá að vita. Þau hafa gert það vegna þess að þau hafa verið hlynnt hinu erlenda stórveldi og hvorki viljað né þorað að gera uppskátt um hinar síauknu kröfur þess hér og íhlutun. En þau hafa verið hlynnt þvi m. a. vegna þess, að þau hafa séð í þvi fjárhagslegan ávinning. Með þessu liafa valdamenn landsins kæft þjóðar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.