Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 22

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 22
22 SKINFAXI metnað sinn og alls þorra landsmanna, þannig að þjóðin hefur ekki gert sér jafnvel ljósa, og annars hefði orðið, þá frelsisskerðingu, sem hei'setan hlýtur að valda, beint eða óbeint. Við höfum þegið fjárhagslega aðstoð frá Banda- ríkjunum í stórum stíl. Það hafa fleiri þjóðir geri. En sá er munurinn, að við græddum á síðustu heims- styrjöld, fjárhagslega séð, þegar aðrar þjóðir urðu að færa stórkostlegar fórnir, og efnahagur þeirra og at- vinnulif hrundi i rústir. En okkur hélzt ekki á striðs- gi’óðanum. Að nokkru leyti fyrir þá sök, að við vorum stutt á veg komin í tækni og framförum, og þörfin fyrir fjárfestingu mjög mikil. En ef til vill ekki síður fyrir hitt, að við kunnum ekki með féð að fara. Þeir, sem eru á móti hersetunni, eru yfirleitt dregnir i pólitíska dilka og stimplaðir kommúnistar. Það finnst mér með öllu óskiljanlegt. Það er að vísu vitað mál, að kommúnistar eru á móti hersetunni. En það fæ ég aldrei skilið, að ekki sé hægt að vera á móti henni, án þess að vera kommúnisti. Ef svo væri, skilst mér, að einlægur frelsisvilji sé ekki lengur til. Að vera á móti liersetunni er alls ekki það sama og að vera á móti Bandaríkjunum í sjálfu sér. Það er silt livað, að vera andvígur einhverjum aðila, eða þeirri íhlutun hans, sem hann vinnur með tjón á einhverju vissu sviði. Ég tel engan vafa á því, að Bandaríkja- menn vinni að friðsamlegri lausn á vanda- og deilu- málum í heiminum, yfirliöfuð. En enginn er svo óskeikull, að ekki megi eitthvað að finna. Bandaríkja- þjóðin er stórveldi, sem hlýtur að líta öðrum augum á málefnin en við, og á örðugt með að setja sig í okkar spor. Okkur ber að vinna að því á alla lund, á meðan hinn erlendi her hverfur ekki úr landi, að sporna við út- þenslu hans og vaxandi íhlutun, og eiga sem minnst en þó óvildarlaus samskipti við hann. Varðveita sér

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.