Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 25

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 25
SKINFAXI 25 vingjarnleg við í gærkvöldi, maðurinn með dökka andlitið. Ég er nýkominn hingað til Kalkútta frá Cambridge í Englandi og þekki hér ekki nokkra lifandi sál. Það var sannarlega engin smávegis prófraun fyrir mig að vera allt í einu kominn í þetta mikla samkvæmi í Landstjórnarhöllinni, svona gersamlega einn og yfirgefinn. Ég var sem óðast að óska þess, að gólfið vildi gleypa mig með húð og hári, eða dauðinn kæmi til mín fljótt og hljóðlega, þegar þér voruð svo hugulsöm að koma til mín og taka mig tali. Þannig varð kvöldið hið skemmtilegasta, þótt það byrjaði eins og martröð. Ég hafði ætlað mér að heimsækja yður í dag og þakka yður í eigin persónu, en frétti þá, að þér væruð farin frá Kalkútta til Bombay. Þér megið treysta, að ég er yðar þakklátur og einlægur Arvind Nehra. II. Ég hafði ekki þorað að vona, að yður þætti bréf mitt þess virði, að þér kærðuð yður um að svara því. Þér getið þess vegna ímyndað yður, hvað glaður ég varð, þegar ég sá skrift yðar á bréfinu í morgun. Það var fjarskalega vel gert af yður að skrifa mér. Ég mun áreiðanlega heimsækja yður, eins og þér eruð svo væn að bjóða mér, ef ég verð nokkurn tíma á sömu slóðum og þér. Ég vona bara, að þér hafið þá ekki alveg gleymt unga manninum frammi við dyrnar. . Ég á að fara til Burma. Þar fæ ég starf til reynslu. Ég verð í litlu þorpi, Myosein, og ég er hræddur uin, að nokkur ár líði, þar til ég kem aftur til Indlands. Ég er stórhrifinn af að vita, að yfirboðari minn verður Cambridgemaður eins og ég. Það eru meira að segja nokkrir menn frá mínu skólafélagi I Cambridge, St. John, þarna í Burma. Það verður áreiðanlega til stórra bóta fyrir mig, því að ég er eins og stendur haldinn tölu- verðri þrá eftir Vesturlöndum. Ég hefði líka gjarnan viljað byrja að starfa fyrir þjóð mína hérna heima í Indlandi. Hér er svo margt, sem gera þarf, svo geysimikið, sem þarf að kenna fólkinu. En Burmabúar eru að minnsta kosti skyldir mér, þótt ef til vill geti þeir varla kallast bræður mínir. Samt er ég enn alls ófróður um hagi og siðvenjur þessara frænda minna. Það er dýrlegt að standa á þröskuldi lífsins og byrja að vinna á þessum glæsilegu tímum, þegar allt er í svo örri fram- för og lífið hefur upp á svo mikla möguleika að bjóða.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.