Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 26

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 26
26 SKINFAXI Hafið þér í sannleika áhuga fyrir að vita eitthvað um heiinili mitt? Við höfum átt heima í stóru húsi í úthverfum Pandila. Staðurinn er heitur og sandorpinn, en mér finnst hann fallegur, því að þar er heimili mitt. Húsið er stórt með flötu þaki, og á þessu þaki lékum við okkur börn. Af þakinu er útsýni afar vítt um kring. Mikið átum við af sætindunum (indversk börn eiga ekki við strangan aga að búa) og skemmtum okkur mæta vel. Konurnar jagast og deila allverulega, en það stendur ekki djúpt, og þegar ég lít til baka, minnist ég bernskunnar í mikl- um hamingjuljóma. Móðir mín var afar feit, en líka mjög góð, og við lásum kvöldbænir reglulega, öll saman í herbergjum hennar. Þótt ástandið í þrifnaðarmálum væri svona upp og ofan, dó aðeins eitt okkar barnanna af orsökum sjúkdóma. Faðir minn sendi mig til Englands, þegar ég var fimmtán ára, fyrst til einkakennara, og átti ég þá heima hjá enskri fjölskyldu. Síðan fór ég í St. John stúdentahúsið við Cam- bridgeháskóla, en það var einnig skólafélag föður míns. Þar leið mér ágætlega, og eignaðist ég þar marga vini. Það er friðsam- ur og fallegur staður, og þar kynntist ég rólegu og virðulegu lífi. Ég lagði mjög hart að mér við námið, en erfiðið var mér til ánægju, því að ég er mjög framgjarn og hef í huga miklar fyrirætlanir fyrir land mitt, þegar frá líður. — Þegar ég loks kvaddi England, var ég býsna hryggur. Enginn Englendingur hefði með meiri söknuði horft á hvítu kalksteinsklettana hverfa. Ég óttast, að mörg ár muni líða, áður en ég sé fóstru mína aftur. Ég dvaldi þar næstum sjö ár, og þegar ég kom aftur hingað til Indlands, varð ég þess brátt áskynja, að ég var utan- veltu og kunni ekki skil á ýmsum háttum lands og þjóðar. Ég hef líka saknað hins vingjarnlega andrúmslofts, sem ég átti við að búa í háskólanum. Ég fann breytinguna strax og ég kom um borð í skipið. Milli mín og hinna farþeganna var mikið djúp staðfest, og enginn rétti vinarhönd yfir það. En nú er ég farinn að þreyta yður með of löngu bréfi, og þá skrifið þér mér ekki aftur, en það vildi ég sízt af öllu. Ég fer með póstskipi áleiðis til Burma á morgun, og þá verð- ur heimilisfang mitt: Aðalrétturinn, Myosein, Lægri-Burma. Vilduð þér minnast unga og einmana mannsins frammi við dyrnar, ef þér hafið einhvern tíma? — Hann verður nú ungur og einmana úti á meðal hrísekranna. III. Við sigldum af stað, og skipið var lilaðið Buddhaprestum, geitum, Grikkjum og mangó-ávöxtum. Eftir fjóra daga komum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.