Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1954, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.04.1954, Qupperneq 27
SKINFAXI 27 við til Burma. Landið er svo flatt, að ég fæ ekki séð, hvað hindrar sjóinn í að flæða inn yfir það. En hann gerir það nó samt ekki. Þetta er hýrt land, grænt og glaðlegt, það eru stór blóm á trjánum, og máninn sýnist stærri en vanalega og spari- legur, eins og hann búist við hátíð. Og stöðugur músikhljómur ómar frá næstu grösum, eða bergmál af bjöllutónum. Manni finnst maður vera þátttakandi í einhvers konar leiksýningu. Maður býst við, að tjaldið falli þá'og þegar, og leikararnir fari heim. En tjaldið fellur ekki, og sýningin heldur sífellt áfram. Lífið hér er jafn fjörugt, hvort sem er á nótt eða degi. Helzt lítur út fyrir, að fólk hafi engar fastar hvíldarstundir. Ég var á gangi eftir hliðargötu eina nóttina um eittleytið, og þá voru kertaljós logandi í hverju húsi og fólkið önnum kafið við að búa til regnhlífar. Hér og þar fengu elztu karlarnir sér ofur- lítinn hænublund í einhverju horninu, en óðar en varði voru þeir aftur upp til handa og fóta við vinnuna með hinum. Regn- hlífarnar, sem lokið hafði verið við, lágu til þerris meðfram götunni úti fyrir, eins og heljar miklir sveppar, sem vaxið hefðu skyndilega eftir næturskúr. Burmabúar eru sífellt að gera sér glaðan dag, og í flestum tilfellum hafa þeir einhverja trúarlega afsökun fyrir fagnað- inum. Ég sé endalausar raðir af skotbökkum og skemmtiskál- um uppi í musterisbrekkunni. Þarna eru búðir sælgætissala, töframanna og skemmtikrafta af ýmsu tæi, en í miðjunni er geysimikill fíll, mörgum sinnum stærri en lifandi fílar, gerður úr bambusreyr og lituðum pappír. Nýlega var mér sagt, að allt þetta tilstand væri vegna dauða velþekkts prests. Það er auðvitað hreint aukaatriði, að hann dó fyrir sex mánuðum. Þeir geyma hann þarna í hunangi, og þessa stundina hvílist hann á hillu innan í fílnum stóra. Á morgun leggja þeir eld að öllu saman, og loginn gleypir alla dýrðina. Það hlýtur að vera gaman að fá svona stórkostlega og fjöruga útför. Þetta gæti engum nema Burmabúum dottið í hug. Ég skemmti mér konunglega eitt kvöldið við að ganga milli sýningarskálanna og horfa á atriðin. Ég sá mjög furðulegan dans og hluta af sjónleik, sem var endalaus, eins og leikir i Austurlöndum einir geta verið. Og allt er þetta vegna þess, að prestur er dáinn, — fyrir sex löngum mánuðum. . Mér hefur alltaf verið sagt, að bakfiskurinn í brezka heims- veldinu sé millistéttin. Bakfiskur Burma er bambusreyr og litaður papptr. Það er ekki einungis fíllinn, sem gerður var úr þessu efni, heldur einnig sölubúðirnar á markaðnum og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.