Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 29

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 29
SKINFAXI 29 lítil, kringlótt borð, og hermenn léku á hljóðfæri í búning- um sínum. Það hlýtur að hafa verið heitt fyrir þá. — En hér var ég ungur og einmana og utan við hópinn, og enginn kom mér til hjálpar. Mér skilst, að lífið verði hér ekki eins auðvelt fyrir mig og í Cambridge. Ég hafði gert minna en skyldi úr kynþátta- vandkvæðunum. Þótt undarlegt megi virðast, hafði ég næstum gleymt, hvað þetta er þýðingarmikið og víðtækt vandamál, meðan ég var í Englandi. Þar kynntist ég svo mikilli gestrisni og góðvild, en nú er ég farinn að skilja, að það var af því að ég var gestur. Og ég finn, að hérna verður þetta allt öðru vísi. Hér þarf margt að lagast, áður en maður er viss á áttunum. IV. Hér er ég þá kominn eftir fjóra daga á fljótaskipi. Á því var einnig mikið af geitum, Kínverjum og Grikkjum. Skipstjórinn var skozkur og fyrsti stýrimaður sömuleiðis. Líf þeirra hlýtur að vera nokkuð annarlegt hér inni á fljótinu, langt frá al- faraleiðum, einangraðir frá öllum af þeirra eigin þjóðflokki. Við borðuðum saman, og þá komst ég á snoðir um nokkuð furðulegt. Þó að þessir tveir menn séu einu hvítu mennirnir á skipinu, tala þeir ekki saman. Þeir forðast að yrða á hvorn annan. Einnig komst ég að því, að þeir eru hatursmenn og hafa ekki talazt við svo árum skiptir nema brýna nauðsyn bæri til vegna starfsins. Myosein er lítil, óregluleg húsaþyrping á fljótsbakkanum, með hinu sjálfsagða musteri, sem gengið er upp að eftir hin- um venjulegu þrepum undir rauðmáluðu bárujárnsþaki. Ef Indverjar byggja úr bárujárni, verður það ljótt hjá þeim. En Burmabúar mála það dimmrautt, ekki áberandi, og koma því svo haganlega fyrir, að það verður fallegt. Ég hlýt að dást að þeim fyrir það. Hjá musterinu er skóli, sem prestarnir halda. Hann er alveg að hrynja, nema hvað öflug styrktarbönd reyra saman þá hluta hússins, sem verst eru farnir. Hann er byggður á staur- um, því að í miklum flóðum flæðir áin undir hann. En það er nú út af fyrir sig ekki nema gott. í þorpinu er allt fullt af hundum, geitum, kúm, köttum og hænsnum. Þetta gefur því að sjálfsögðu allsérstæðan svip, en nokkuð þefsterkan. Er það býsna ólíkt hinum friðsælu þorpum, sem ég vandist á Vestur- löndum, með sinni helgidagakyrrð og velhirtu görðum. Þetta er einna líkast eirstungu eftir Hogarth, með fjölda af skrýti-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.