Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1954, Page 37

Skinfaxi - 01.04.1954, Page 37
SKINFAXI 37 //W/////f ÞRDTTAÞÁTTUR XXVII: Æfingar ffyrir knattspyrnu- menn Til þess að búa sig vel undir sumarstarfið er nauðsynlegt að æfa vel á veturna. Þar sem þolið er undirstaða undir allar íþróttagreinar og þá ekki sízt knattspyrnuna, er mjög nauðsynlegt að leggja mikla rækt við það á veturna, en leggja svo meiri áherzlu á knatt- meðferð og leikaðferð (taktik) á sumrin. Munið, að þreyttur maður á fullt í fangi með að ráða hreyfingum sínum, hvað þá heldur að ráða við knöttinn. Vetraræfingar (úti). 1. Hlaupa 400 metra og ganga svo 100 metra, þannig skal hald- ið áfram í 30 min. Athugið að hlaupa mjög hægt á fyrstu æfingunum og bæta svo við eftir þvi sem æfingunum fjölgar. 2. Á göngu. Sparkið hægri og vinstri fæti upp í framrétta hendi (axlarhæð). 10 sinnum hvorum fæti. 3. Ganga i húksetu (bogin hné, sitjandi niður við liæla). Ganga þannig áfram 10—15 metra, tvisvar á hverri æfingu. 4. Á lilaupum. Hoppið hátt upp og látizt skalla. Leggið áherzlu á að hoppa liátt upp, en ekki langt áfram. Gerið þessa æf- ingu (hoppa upp) 15 sinnum á hverri æfingu. 5. Hlaupið nokkra stutta spretti 20—25 metra i einu. Leggja mikla snerpu í fyrstu 5—6 metrana, því að þeir gera svo oft út um það hver nær knettinum. 6. Nú takið þið nokkrar staðæfingar, sem eru góðar úti: I. Armsveifla fram, út, fram, niður (6 sinnum). — II. Tá- hopp á báðum fótum og lioppa mjög hátt upp (6 sinnum). III. Fætur sundur: Hliðarbeygja á vinstri og hægri einu sinni hvoru megin, 12 sinnum í allt. — IV. Fætur sundur: Bolvinda með armsveiflu (8 sinnum). — V. Fætur sundur:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.