Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 40

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 40
40 SKINFAXI STARFSÍÞRÓTTIR : SAUÐFJÁRDÓMAR I. Tilhögun keppninnar. 1. Kindurnar, sem dæma skal, eiga að vera heilbrigðar og í sæmilegu ásigkomulagi, hvað holdarfar (fóðrun) snertir mið- að við þá árstíð, þegar keppnin fer fram. 2. Tveir reyndir dómarar skulu dæma kind, sem nota á í dómkeppninni, áður en keppnin byrjar og gefa stig fyrir þá eig- inleika, sem dæma skal, og færa inn á dómspjald. Dómspjöld þessi skal svo nota til þess að leiðrétta eftir dómspjöld þátt- takenda. Einnig skulu dómarar vega þær kindur, sem dæma skal, verði því við komið, og gefa keppendum upp þunga þeirra. 3. Þátttakendur í dómkeppninni mega ekki vera viðstaddir á meðan dómarar skoða og dæma þær kindur, sem nota skal við keppnina. Þeir þátttakendur, sem lokið liafa dómkeppni liverju sinni, mega ekki aðstoða þá keppendur, sem ekki hafa lokið keppninni eða skilað dómspjaldi. 4. Hver þátttakandi skal dæma 2—3 kindur og má hann ekki nota meira en 15 mínútur með kindina, þurfi hann að mæla hana, en mest 10 mínútur eigi hann ekki að mæla kindina. 5. Bezt er að dæma kindina úti en ella í rúmgóðu, þurru og björtu húsi. 6. Áður en lteppnin byrjar skal sá, sem stjórnar henni skýra í stuttu máli frá því, hvernig keppnin skuli fara fram. II. D ó m a r . A. Hvernig mæla skal kind. Kind, sem mæla skal, verður að standa rétt á sléttum, þurr- um fleti. a) Brjóstummálið skal mælt með mjúku en sterku málbandi rétt aftan við bógana. Sá, sem mælir, skal ávallt standa við vinstri lilið kindarinnar, renna enda málbandsins niður með hægri hliðinni, taka endann svo upp með vinstri hlið og taka fast i málbandið og láta endann mæta málbandinu á háhrygg. Gæta þarf þess, að bógbrúnirnar að aftan, önnur eða báðar, lendi ekki undir málbandinu. Óvanir menn þurfa að gæta þess að taka fast í málbandið svo að það gangi vel að brjóstkassan- um, einkum þó, þegar ullarmiklar kindur eru mældar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.