Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 41

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 41
SKINFAXI 41 b) Hæð á herðakamb er auðvelt að mæla með málbandi, þegar kindin stendur rétt. Mælt er frá jörðu við vinstri framfót upp á háherðakamb. Taka þarf fast i málbandið svo að það gangi inn í ullina. c) Hæð undir bringu er mæld með málbandi frá jörðu upp að bringukolli milli framfótanna. d) Spjaldbreidd er mæld með málbandi þvert yfir miðjan spjaldhrygg út á vztu brúnir spjaldhryggsins. Taka skal fast í málbandið. e) Lengd framfótleggjar er mæld með millimetrakvarða, sem verður að vera a. m. k. 15 cm langur, en til óþæginda er, að hann sé mun lengri. Þetta inál er tekið af vinstri framfótlcgg þannig, að fætinum er lyft frá jörðu og hann beygður um hné og lágklaufir. Svo er leggurinn mældur frá ytri brún leggjar- höfuðsins að enda leggjarins í hnjáliðnum, þar sem fóturinn er skorinn af við fláningu. Venjulega er auðvelt að finna fyrir brún leggjarins í hnjáliðnum með nöglinni, nema ef sigg er á skinninu á hnjáliðnum, en þá er auðvelt að gizka nokkurn veginn rétt á, hvar leggurinn endar a. m. k. fyrir þá, sem hafa atliugað fé við slátrun. B. Stig fyrir einstaka líkamshluta og fyrir ull. Til þess að þátttakendur geti á auðveldan hátt gert sér grein fyrir kostum og göllum kindarinnar, er liver líkainshluti tek- inn fyrir sig og gefin stig fyrir hann frá 0—10. Gefa skal aS- eins í heilum stigum. Hafa skal hugfast, þegar stigakerfinu er beitt, að kind, sem fær neðan við 5 stig að meðaltali fyrir hvern likamsliluta eða eiginleika eða samtals minna en 50 stig, er ekki viðurkenningar verð, þ. e. mjög léleg kind. Fái hún samtals 50—59 stig, er hún 3 verðlauna verð, fái liún 60—74 stig, þá ber henni önnur verSlaun, þ. e. sæmilega góð kind. En fái hún 75—100 stig, þá ber henni fyrstu verðlaun og er þvi ágæt kind. Nái kindin meira en 90 stigum, er hún fram úr skarandi kostamikil skepna. Eigi skal gefa 0 fyrir eiginleika, nema um vansköpun sé að ræða, t. d. áberandi ranseiði, mjög snúna fætur eða þvi um líkt. C. íslenzk sauðkind á að vera sem hér segir, til þess að geta hlotið hámarks stigafjölda: 1. Hausinn: Hann á að vera stuttur og sver, ennið bre'itt, snoppan sver, nasir flenntar, varir þykkar, kjálkar sterkleg- ir, efri- og neðrikjálki jafn langir og gleitt milli neðrikjálk-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.