Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 43
SKINFAXI 43 bilið milli fótanna um lágklaufir á framfótum. Á afturfótum á bilið milli hækla og milli fóta um lágklaufir að vera jafnt. Liðbönd á kjúkum þurfa að vera sterk, svo að kindin gangi ekki á lágklaufunum. Það er hæfilegur halli á kjúkunum, að þær myndi sem næst 45° horn við jörðina, þeg)ar kindin stendur eðlilega. Fæturnir mega ekki vera snúnir, hvorki í kjúkum né um hné eða liækla. 9. Ull: Magn og litur. Ullin á að vera sem mest. Ullarmagn- ið finnst bezt með því að taka ofan í ullina og finna hve vel hún fyllir greipina. Ullin á að vera vel livít. Rétt er að fella mislitar kindur einlitar, hrein mórauðar, hrein svartar og gráar um I stig, vegna litar, en hélusvartar og illa mórauðar og tvílitar um 2 til 4 stig eftir litarhætti kindarinnar. Hrein- höttóttar eða hrein flekkóttar kindur, þegar liægt er að að- greina meiri hluta reifisins i lireinlita ull, er rétt að fella um 2 stig fyrir lit, en golsóttar, grámórauðar og grautflekkóttar kindur skal fella um 3 til 4 stig, eftir því, hve mikið ullin er blönduð dökkum liárum. Séu dökk liár hér og livar um hvítu ullina á golsóttu, bíldóttu eða flekkóttu fé skal liiklaust draga 4 stig frá, vegna litar. Þótt kindin sé bíldótt, ef ekkert finnst af dökkum hárum í ullinni skal ekki fella hana, vegna litar. Finnist gul hár í ullinni skal fella kindina um 1—4 stig þess vegna eftir því, hve mikil brögð eru að rauðgulu hárunum. Finnist þau aðeins lítið eitt í linakka þá að fella um 1 stig, en sé ullin öll meira og minna rauðmenguð þá um 4 stig. 10. Ull: Fínleiki o. fl. Ullin á að vera þétt, þelið mikið, frem- ur langt og finliðað inn að skinni, hörundið á að vera rauð- leitt og ullin þvöl af sauðfitu. Togið á að vera stutt og gorm- hrokkið og fremur fint. Það á að vera sem mýkst viðkomu, ekki snarpt milli fingranna, þegar þreifað er á því. Togið á ekki að vera langt og slikjulegt. Sem minnstur munur á að vera milli grófleilca ullarinnar um bóga og í lærum. Engin illhæra, þ. e. dauð, hvít, loftfyllt hár, stökk í sér eiga að finn- ast í ullinni. Ullin má ekki vera klofin eftir lirygg eða mjög opin inn að skinninu, það ber vott um gisið þel og veika ull. Halldór Pálsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.