Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 44

Skinfaxi - 01.04.1954, Síða 44
44 SKINFAXI FRÉTTIR OG FÉLAG8MÁL Von á góðum gesti. Að tillilutan landbúnaðarráðuneytisins og með tilstyrk Efna- hagssamvinnustofnunarinnar mun Vestur-íslendingurinn Matt- hias Þorfinnsson dvelja á íslandi í sumar og leiðbeina i starfs- íþróttum og skyldum greinum. Hann er væntanlegur i apríl og er gert ráð fyrir að hann dvelji hér fram á haust. Starfi hans verður hagað í samráði við U.M.F.Í. og er liklegt að leiðbeinandi sambandsins í starfsíþróttum, Stefán Ól. Jónsson, ferðist með honum um landið. Verður Umf. tilkynnt um þetta síðar. Leiðbeiningar um starfsíþróttir. Stjórn U.M.F.Í. vill hvetja Umf. til þess að vinna ötullega að útbreiðslu starfsíþróttanna og vekur athygli þeirra á leið- beiningum i mörgum greinum starfsiþrótta, sem U.M.F.Í. Iief- ur gefið út og fást á skrifstofu sambandsins, Edduhúsinu, Reykjavík. Þau Umf., sem óska eftir að fá leiðbeinanda í starfsíþróttum næsta sumar, eru vinsamlega beðin að senda skrifstofu U.M.F.Í. beiðni um það sem fyrst. Skrifstofa U.M.F.Í. Lindargötu 9 A, efstu hæð, er opin á mánudögum og fimmlu- dögum ld. 16—19. Auk venjulegra málefna U.M.F.Í. annast hún afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa. Norræna æskulýðsmótið á Laugarvatni. Ungmennafélagar munu fjölmenna að Laugarvatni 30. júni —6. júlí og njóta ánægjulegra daga í samvistum við marga góða félaga af Norðurlöndum. Sendið skrifstofu U.M.F.Í. um- sóknir sem fyrst og ekki seinna en 1. júní. Fjársöfnun vegna heimboðs. í vetur bar U.M.F.Í. þá ósk fram við Umf. í bréfi, að þau söfnuðu i sjóð til þess að standast kostnað við heimboð nokk- urra fulltrúa af Norðurlöndum til endurgjalds þvi, að full- trúum frá U.M.F.Í. hefur oft verið gefin dvöl á þessum nor- rænu mótum. Um 30 Umf. hafa þegar brugðizt vel við þess- um tilmælum og sent álitlega fjárupphæð, en betur má ef duga skal. Stjórn U.M.F.Í. vill því endurtaka beiðni þessa og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.