Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 45
SKINFAXI 45 biðja þau Umf., sem treysta sér til, að láta t. d. 100.00 kr. eða eftir efnum og ástæSum, aS senda þaS sem fyrst þau geta. Væntir stjórnin, aS sem flestir Umf. láti til sín heyra um þetta. Skrá yfir þau Umf., sem gefa i þessa söfnun verður síSan birt í Skinfaxa. Er það jafnframt kvittun fyrir greiðslu. Kvikmyndir af Iandsmótum U.M.F.f. U.M.F.Í. á kvikmyndir frá þremur landsmótum, sem lánaðar verða Umf. til sýningar. Myndir þessar eru frá landsmótun- um á Hvanneyri, Laugurn og Hveragerði. Kvikmyndin frá Eiðamótinu er enn ekki fullgerð. Kostnaður við þessar kvik- myndir er mjög mikill og hefur verið ákveðið að félögin greiði kr. 50.00—150.00 fyrir sýningu á þeim. Umf., sem óska eftir að fá myndir þessar leigðar, ættu að senda um það beiðni til U.M.F.Í. með nokkrum fyrirvara. Stef. Félagsskapur þessi hefur hætt að skrifa U.M.F.Í. en tekið upp á þvi að skrifa öllum Umf. landsins og gerir til þeirra harðvítugar kröfur. U.M.F.Í. hefur boðizt til að ræða við Stef, þegar umboð félaganna liggur fyrir. En það getur ekki orðiS fyrr en eftir næsta sambandsráðsfund og ef til vill elcki fyrr en eftir næsta sambandsþing. Ákvörðun um það verður telsin á sambandsráðsfundinum. Eftir þessu hefur Stef ekki viljað bíða. Sennilega láta Umf. svör sín til Stefs bíða þar til fundir þessir hafa verið haldnir, svo Umf. geti haft samstöðu í málinu. Munið eftir að greiða Skinfaxa. Gjalddagi Skinfaxa er 1. okt. Þau Umf., sem ekki liafa sent áskriftagjöldin fyrir 1953 eða lengri tima eru alvarlega áminnt um að gera skil hið fyrsta. Allur dráttur á greiðslunni veldur útgáfunni miklum erfiðleikum. Samfundur Umf. í Flóanum. Laugardaginn 20. marz héldu Umf. Samhygð í Gaulverja- bæjarhreppi, Umf. Vaka i Villingaholtshreppi og Umf. Bald- ur i Hraungerðishreppi samfund að Þingborg í Hraungerðis- hreppi. Baldurfélagar sýndu sjónleik. Vökumenn lögðu til kvartettsöng og ræðu. Samliygð flutti sitt af hverju tagi, sem var blönduð dagskrá, flutt af segulbandi. Var þar m. a. leik- þáttur, gamanþáttur, tvísöngur, útvarpstilkynningar o. fl. Sam-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.