Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1959, Page 3

Skinfaxi - 01.07.1959, Page 3
£kihfaxi Tímarit U.M.F.Í. .!i « '« f. . iliílillil!1 1 ni iiili 3. hefti 1959 r-f Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags Islands. Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritst jóri: Guðm. Gíslason Hagalín. Pósthólf 1342. Simi 50166. • Félagsprentsmiðjan h.f. „Enginn maður er eyland...“ Ræða forseta U.M.F.Í., séra Eiríks Eiríkssonar, við setningu 21. sambandsþings U.M.F.Í. í sept- ember 1959. Æskan er tími hrifningar og heitra til- finninga. Mörgum finnst það því vel til fundið, að ungir menn gefi sig á vald há- um hugsjónum, en svo eigi menn að temja sér hófsemi í þessum efnum, er frá liður og árunum fjölgar. Sumir tala um, að kæla þurfi heitt hlóð hinna ungu með köldu vatni raunsæisins. Hin aldna sveit er fjölmenn, er telur sig til þess kjörna að koma vitinu fyrir ungmennin. En þetta er ekki gott verk. Glóð æskumannsins, hugsjónaeldinn i brjósti hans, má ekki slökkva. Hér er um orku að ræða, sem þarf að virkja og hag- nýta. Að vísu er manninum ekki áskapað að geta skynjað og fundið til alla ævi eins og unglingur, en hann þarf að temja sér trúa fylgd við stærstu stundir æskuár- anna, er vor hugsjónanna brosti við hon- um. Mannlifið verður að eiga sér grund- völl andlegrar reynslu í gljúpum en bjargstuddum jarðvegi djúpra hjarta- róta, en slika mýkt og slíkan traustleik á hugur Iiins unga manns. Sá, sem lifir hugsjónavor æskunnar, á andlegt lif í vændum og auð þess og vald. Er fögur hugsjón gripur oklcur, verðum við raunsæ. Við sjáum af sjónarliól nokkrum, hve margt er lágt og smátt um- hverfis okkur. Menn smækka sjálfa sig um of. Oftast er þar ekki um vonda menn að ræða, heldur þá, sem ekki eru trúir hinu bezta i sjálfum sér. Eftirsókn eftir fánýtum hlutum skyggir á fjöll óska og drauma æskunnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.