Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1959, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.07.1959, Qupperneq 16
80 SKINFAXI Skinfaxi — lögeggjan! Það hefur komið í ljós, þegar tekið hef- ur verið til rækilegrar athugunar, hve stór sá hópur er, sem keypt hefur og greitt Skinfaxa, að hann er svo lítill, að það ber áliuga og skilningi íslenzkra ung- mennafélaga engan veginn göfugt og gleðilegt vitni. Meðal annars má geta ])ess, að innan heils héraðs.sambands er kaupendahópurinn — ja, hvað haldið ])ið, að hann sé stór? Tuttugu, þrjátíu manns — gizkið þið á og segið svo ef til vill af hvöt til hófsemi og vorkunnlætis: Slikur hópur ungra og dugandi áhugamanna get- ur fengið miklu til vegar komið! En þið verðið að lúta lægra. Ykkur dugir ekki einu sinni að komast niður í tíu. Innan ])essa héraðssambands er einungis einn kaupandi — einn! Einn stendur hann svo sem „ösp á hóli“, sem lirópandi í evði- mörkinni. . . En er þetta þá ekki í ein- liverju héraði, þar sem sveitirnar liafa eyðzt, þar sem ekkert er orðið eftir af byggðinni nema sárastrjál býli og eitt- hvert illa lialdið kauptún á malareyri, samgöngur erfiðar og óliagstæðar, fram- tíðarskilyrðin vafasöm og framfarirnar litlar? Óekkí. Þetta er sögufrægt hérað hreiðra og gróðursælla byggða, liggur vel við samgöngum, er fyrst og fremst land- búnaðarhérað og engan veginn mótað af vöntun á möguleikum til framfara eða af framkvæmdaleysi. Þar eru mörg ung- mennafélög, með á þriðja hundrað skatt- skyldum félagsmönnum — alls eru innan vébanda félaga þessa héraðs hart nær þrjú liundruð manns Hvernig getur slíkt átt sér stað, mund- uð þið spyrja í ýmsum þeim félögum og héraðssamböndum, þar sem þessum mál- um er annan veg og betur farið? Jafnvel lægi nærri að spyrja: Hvernig getur á því staðið, að íslenzkir ungmennafélagar hafi skap til að una sliku ástandi? Til hvers er Skinfaxi gefinn út? Hann á að vera tengiliður milli allra ungmennafélaga í þessu landi, milli hinna ýmsu héraðssambanda, milli allra smærri og stærri eininga og U.M.F.I. Hann á að vera það málgagn, þar sem áhugamenn ungmennafélagshreyfingarinnar ræða hin gömlu stefnumál hennar og vekja máls á nýjum, benda á nýjar hliðar á þeim gömlu og breytt viðhorf og vekja máls á, hversu við þeim skuli snúizt. Hvernig geta svo ungmennafélagar lát- ið sig hann engu skipta, ef alvara er i fylgd þeirra við hugsjónir ungmenna- félaganna og þeir eiga trú á gagnsemi starfseminnar fyrir einstaklingana og þjóðarheildina? Hvernig geta þeir látið hjá líða að kynna sér gerðir sambands- þinga, starf liéraðssambanda og einstakra félaga víðs vegar um land, hvað sem líð- ur öðru efni blaðsins? Skrá yfir héraðssambönd, félög og fé- lagatal sýnir, að alls eru ungmennafélagar 12 þúsund. I félögum, sem hafa staðið i skilum með skatt sinn, eru hálft ellefta

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.