Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 4
100 SKINFAXI þess að gerast handbendi flókkshyggju, klíkusefjunar eða oft auvirðilegra stund- arþæginda. UppeldiJ og aðstæður. En hvernig er svo með okkur lslending- um séð fyrir þvi uppeldi, sem á að þroska þannig hvern einstakan meið, að hann beri liinn sæta og fjörefnaríka ávöxt vits- muna og drengskapar? Á þeim vettvangi hafa ekki heimilin hina sömu aðstöðu og áðurfyrrum. Starfs- hættir hafa breytzt. Þeir veita nú ekki hina fornu skólum í margvíslegu verklagi, i hagsýni, nýtni og skynsamlegri sparsemi, og á heimilunum getur nú heldur ekki farið fram sú fræðsla og þjálfun á sviði íslenzkrar tungu og bókmennta, sem áð- ur var líftaug manndóms og menningar á þúsundum íslenzkra heimila. Nú er þvi svo að segja eingöngu treyst á skólana um ekki aðeins fræðslu, heldur líka hið al- hliða menningarlega uppeldi. í skólunum er þorrinn af ungmennum þessa lands i hvorki meira né minna en áratug á við- kvæmasta og frjóasta vaxtarskeiði ævi sinnar, sumir styttri tima, en margir leng- ur. En það ætti ekki að vera neitt laun- ungarmál, að í skólunum er eklci fyrst og fremst lögð áherzla á uppeldi, ekki á að vekja ábyrgðartilfinningu nemandans, ekki á að innræta honum skilning á ís- lenzkum menningarerfðum, sem eru grundvöllur þess, að hundrað og sjötíu þúsund mannkindur í stóru og harðbýlu landi geti gert kröfu til að vera virtar sem sjálfstæð þjóð og sérstakt ríki, ekki á að vekja áhuga nemandans á sjálfstæðri þekkingarleit, ekki á að finna sérhæfni hans til starfa og þroska, ekki á að auka víðsýni hans og sem víðtækastan skilning á sjálfu undri lífsins. Nemendurnir eiga að kunna skil á marg- vislegum smáatriðum íslenzkrar mál- fræði, setningafræði, stafsetningarregla og merkjasetningar, muna í réttri röð kepp, laka, vinstur og vömb, tennurnar i kú, hesti og hundi, margvíslega sundurgrein- ingu mannlegs taugakerfis, borgir, ár, vötn og fjöll um heim allan, nöfn á hundruð- um, nei, þúsundum erlendra manna, ártöl, ártöl, ártöl —- og enn ártöl, — og loks heilar bækur i enskri og danskri málfræði, með hinni nákvæmustu sundurgreiningu ýmissa vafasamra atriða. Náms- og próf- kerfið er orðið kennurunum slíkur fjötur á starfsgleði, menningaráliuga og uppeld- isviðleitni, að sumir verða þreyttir og von- daufir um árangur og efast um gildi starfs síns og köllunar sinnar, aðrir, sem að starfi hafa gengið án skilnings á mikil- vægi þess, hljóta ekki þá menningarlegu þjálfun og þroska, sem skjmsamlegt og frjótt skólakerfi mundi leiða af sér með reynslu i störfum og umgengni við nem- endurna — og verða kærulitlir aktaskrifar- ar, enn aðrir þráast við, njóta þess að ein- beita kröftum sínum að síauknum ítroðn- ingi þurra staðreynda, og loks eru svo þeir, sem eru það andlega vakandi, glögg- skyggnir og þrautseigir, að þeir verða hvorki svæfðir né afvegaleiddir, en berj- ast vonlítilli haráttu við hin þjakandi og lieftandi form, freista að finna nýjar leið- ir til uppörvunar, sjálfstæðs starfs lijá nemendunum og menningarlegs skilnings- auka. Svo kemur þá mikill þorri nem- endanna út úr skólunum þreyttur á námi, skilningsvana á gildi þess, daufur fyrir rödd samfélagslegrar og þjóðlegrar skyldu,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.