Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 21
SKINFAXI 117 Plæging nieð dráttarvél, Dráttarvélaþríþraut (Traktortrekamp). Vélmjaltir, Handavinna og línstrok, Matreiðsla, 'Gróðursetning trj áplantna. Síðari hluta föstudagins 18. sept. komu allir keppendur og dómarar, sem voru 4 frá hverju landi, til Bygholm. Þá strax hófust umræður miklar um keppnisregl- ur allar, og stóðu þær umræður fram á nótt. Reyndum við Steinunn Ingimundar- dóttir að fylgjast með þeim eins og tök voru á. 1 hverri dómnefnd voru f jórir dóm- arar, einn frá liverju landi, og kynnti liver dómari keppendum síns lands ýtarlega all- ar leikreglur fyrir keppni. Sjálf keppnin hófst svo að morgni hins 19. sept. kl. 4 árdegis, en það var mjaltakeppnin. Sú keppni fór fram skammt frá skólanum, en nokkur vandkvæði voru að fá nægi- iega margar kýr á einum stað með svip- uðu mjólkurmagni, en það er afarmikils um vert. Ekki var áhorfendum leyft að vera viðstöddum þessa keppni. Hver kepp- andi mjólkar 4 kýr kvölds og morgun. Hann gætir tveggja mjaltavéla. Dómarar fylgjast nákvæmlega með öllum athöfn- um keppandans. Þeir athuga, iivort föt hans séu hrein, einnig hendur, hvort ó- hreinindi séu undir nöglum og livort hár lians flaksast. Þá fylgjast þeir einnig vel með því, hvernig hann hreinsar júgrið, meðhöndlar mjaltavélarnar og síar mjólk- ina og gengur frá henni í mjólkurhrúsana. Danir unnu fyrsta sæti í báðum flokk- um keppninnar. Það kom raunar ekki svo mjög á óvart, því að vitað er, að Danir standa mjög framarlega í allri mjólkur- framleiðslu og meðferð mjólkur. Matreiðsla. Eftir að mjaltakeppnin hófst, byrjuðu síðan hrátt aðrar greinar, þó ekki fyrr en ldukkan var farin að ganga níu. Iveppn- in stóð yfir allan laugardaginn, og sunnu- daginn líka. Fóru tvær og stundum þrjár greinar fram samtímis. Reyndum við Steinunn að fylgjast með þeim, hún með kvennagreinunum og ég með hinum. Skal liér drejjið lauslega á allar greinarnar, sem keppt var í. Sú greinin, sem tvímælalaust vekur mesta athygli á þessum mótum er plæg- ingakeppnin. Dráttarvéla- og i)lógframleið- endur láta lieldur elcki sitt eftir liggja til þess að vekja athygli á keppninni og Plœging.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.