Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 17
SKINFAXI
113
Hún fleygir bókunum á skrifborðið. Ég
set þær á sinn stað í skápinn. Þegar ég
rétti mig upp, er hún setzt í skrifborðsstól-
inn og tekin að hamra á vélina. Hún snýr
sér brosandi í áttina til mín og segir:
„Ekki lót vél, pabbi. Hún e agalea fi-in.“
Hún er það, og liún hefur kostað mig
þrjú þúsund krónur. Eg tek telpuna í fang-
ið og set hana á gólfið. Ég skrifa. Hún
klifrar upp á hnéð á mér. Ég set hana
aftur á gólfið. Hún skríður undir skrif-
borðið, stingur höfðinu upp á milli
hnjánna á mér, brýzt um, losar handlegg-
ina úr klípunni og hamrar með hnefun-
um á vélina.
„Langar þig til að ég skelli í endann á
þér ?“ spyr ég.
Hún lítur íhugandi á mig.
„Ne-e-ei, heldur gella pabba.“
Þetta barn, sem ég á sjálfur, er ekki til
neins að beita likamlegri refsingu. Ég hef
barið hana. Líkamleg refsing hefur þau
áhrif á hana, að hún fyllist heift og hug-
kvæmri hefnigirni. Hún umhverfist óhugn-
anlega. Flenging er fjarstæða. Hótun mín
var vanhugsuð. Barnið brosir. Flengdu
mig bara, les ég í þessu brosi.
Ég set hana af ljúfri varygð á gólfið,
fæ henni pappírskörfuna til að leika sér
að, hjálpa henni meira að segja til að
livolfa öllu ruslinu úr körfunni á gólf-
áhreiðuna. Ilún sekkur sér niður í leik
sinn, og ég sekk mér niður í endurminn-
inguna um mína bernsku. Þar leita ég
að dæmum, sem sýni, að ég hafi verið ag-
aður. Nú er það staðreynd, að ég fékk
fyrirmyndaruppeldi, svo ekki er fljótgert
að finna það, sem ég leita að, því vitanlega
er líftaug góðs uppeldis að sá, sem agað-
ur er, hafi ekki hugmynd um það. En leit
mín í heimi tuttugu, þrjátíu ára gamalla
minninga heillar mig. Ég veit varla af
telpunni. ,Ósjálfrátt ýti ég henni frá mér,
þegar hún gerist ágeng, eins og gegnum
svefnmók lieyri ég að hún veltir um koll
tóbakshorðinu og þykist vera að negla
með pípuhausunum, — að hún tekur alla
svæflana af dívaninum og hleður þeim
undir skrifborðið, leggur þá á fæturna á
mér, — ég finn þetta, og ég veit, að þetta
er tilraun þessarar litlu júngfrúar til eins
Ivonar æðri tegundar af óþægð. En ég er
of heillaður------
Þegar ég var um það hil tíu ára, bjugg-
um við um skeið í þorpi einu uppi í sveit.
Þá er það dag einn, að ég vil alls ekki
horða miðdegismatinn. Ég lialla mér aft-
ur á bak á stólnum með hendur í vösum,
horfi niður fyrir mig og ranghvolfi aug-
unum. Innvortis sver ég þess dýran eíð,
að þó að gengið verði næst lífi mínu, skuli
enginn fá ofan í mig saltfiskinn. Nú hljóðn-
ar yfir föður mínum, og ég finn, að liann
lítur á mig. Og svo ógurlega fúll sem ég
er, vaknar hjá mér áköf eftirvænting. —
Faðir minn hefur aldrei harið mig. Samt
sem áður ber ég fyrir lionum afar mikla
virðingu, finn það nú eins og endranær.
Ég finn á mér, að hann nmni sigra mig.
En á hvern hátt?
Hann lýtur höfði og ávarpar mig með
nafni. Ég lit upp, en gæti þess, að ólundin
hverfi ekki úr augnaráðinu.
„Þú vilt hreint ekki horða sallfisk?“
Ég hristi höfuðið. Faðir minn er hnugg-
inn á svip. Stórleitt andlitið er þrungið al-
vöru. Mér líður miður vel.
„Það þykir mér mjög leitt,“ segir hann.
„En ekki er lil neins að vera fárast um
þetta. Komdu hingað til mín.“