Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 13
SKINFAXI 109 hver maðurinn er, sem álfurinn fagnar svo. Ástvinur engum jafn. Það mun vera Jónas Hallgrímsson. Ég held, að skáldið vilji sýna okkur tvo eðlisþætti okkar með því að minna á þessa tvo menn. Annars vegar höfðingjann og athafnamanninn ríðandi á sínum góðhesti, þar er ekkert hik, engin undirgefni. Við finnum, að þar fer maður, sem engu jarðnesku valdi er háður. Hins vegar skáldið, sem skynjar land sitt af miklum næmleik og slær strengina á þann liátt, að allt hlustar og elskar liann. Mannkostirnir, sem þessir menn eru full- trúar fyrir, ásamt þrautseigju alls fjöld- ans, hafa vissulega dugað okkur vel. En fleiri en Halldór Laxness hafa skyggnzt um öxl. Tómas segir t. d. á ein- um stað: „Renndi ég þá augum um alda slóð. Sá ég þreytta þjóð, sem í þöglum huga byrðar sínar har, og í beiskri kvöl átti einskis völ annars en duga.“ Og svona er þetta. Við þurfum eklti að hvessa sjónirnar mikið og ekki að horfa um langan veg í tímanum til þess að sjá afa okkar og önnnur heyja sína haráttu, þar sem ekki er annarra kosta völ en d u g a. En forfeður okkar sýndu það líka á síðustu öld ófrelsisins, að því meira sjálfsforræði sem þeir fengu, þeim mun betur dugðu þeir. Það var allsherjar fram- sókn þessa öld, og þjóðin skapaði sér mikil vei’ðmæti, bæði andleg og veraldleg. En hvað veldur, að sumir eru að reyna að telja afmælisbarninu, 15 ára unglingn- um, trú um, að hann geti ekki lifað af gæðum landsins? Jú, það er satt, að lýð- veldið okkar hefur lifað við mikið eftir- læti; það hefur fengið að eyða miklu meira fé en það hefur aflað. En ekki hefur það eytt því öllu í óþarfa, og ekki mislukkast eftirlætisbörnin alltaf. Þótt eftirlætið feli í sér nokkra hættu, þá eru meiri likur til, að unglingurinn læri að gera líka kröfur til sjálfs sín, þeg- ar liann mætir alvöu lífsins. Þannig vona ég, að okkar unga lýðveldi farist — eða okkur, sem það myndum. Augu okkar munu smámsaman onp- ast, t. d. fyrir því, að okkar sameiginlegu liagsmunir eru aðalatriði, miklu þýðingar- meiri en hagsmunir hverrar stéttar gagn- vart öðrum stéttum. Þegar við hugsum til feðranna, sem voru búnir að bægja skortinum frá með sinni eigin atorku áður en eftirlætisbarnið fæddist, munu líka augu okkar opnast fyrir því, hversu fráleit hún er sú kenn- ing, að við getum ekki lifað á okkar eig- in framleiðslu. Hver er ekki munurinn frá þvi sem var, þegar þeir tóku við landinu, hvar sem litið er? Hyggjum að tímunum okkar. Hvernig fóru bændurnir að tryggja sína afkomu með því að liöggva töðu upp af nokkrum dagsláttum af þýfi, ef við, sem nú búum, getum það ekki með oklcar vélum á sléttu túninu, sem er fleiri hekt- arar en þeir höfðu dagslátturnar, og er ekki sami munurinn, hvort sem litið er til skipanna, sem á miðin sækja eða skil- yrðanna á vinnustað hins almenna verka- manns? Það er raunveruleiki nú, sem Hannes Hafstein sá í anda um aldamótin síðustu. Hann sá: „Stritandi vélar, starfsmenn glaða, prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzl-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.