Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 28
124
SKINFAXI
1
AF VETTVANGl SIARFSINS j
,_______________________________I
Ungmennafélag Kefla-
víkur þrítugt
Ungmennafélag Keflavíkur átti þrítugs-
afmæli 29. september s.l. Hefur félagið
gefið út mjög myndarlegt afmælisrit.
Þar er fyrst ávarp félagsstjórnar, en
síðan kveðjur frá forseta l.S.I. og fram-
kvæmdastjóra U.M.F.I., en síðan koma
þættir úr starfs- og afrekasögu félagsins
og einstaklinga, sem starfað hafa eða
keppt undir merkjum þess.
Um íþróttamálin liefur félagið jafnan
haft heillavænlega forgöngu og átt ágæta
íþróttamenn og íþróttahópa í sundi, glímu,
knattspyrnu og handknattleik, og forgöngu
höfðu ungmennafélagar um sundlaugar-
hyggingu, en sundlaugin varð eftir tvo
áratugi að sundhöll. Þá verður og séð af
minningarritinu, að liið dugmikla félag
hefur verið sér þessa snemma meðvitandi,
að nauðsynlegt væri því að eignast liús
til starfsemi sinnar. Loks sannfærast menn
um það við lestur ritsins, að félagið lief-
ur sinnt margvíslegum menningarmálum
Keflvíkinga, átt frumkvæði að byggðasafni
og tekið að sér að efla og starfrækja lestr-
arfélag, sem áður var lítils megnugt. Enn-
fremur, að það hefur haft forgöngu um
leikstarfsemi og átt áhugasama og nýta
leikara, leikið stór leikrit, smáleiki og
komið á skrautsýningum — og auk þessa
leikið revíur, sem samdar hafa verið af
félagsmönnum.
Þegar á allt þetta er litið og þess sið-
an gætt, að félagið og starfsemi þess hef-
ur eflt almennan félagsanda meðal ungs
fólks í Keflavík og þjálfað fjölda manns
i félagsstörfum og þar með gefið þeim
vegarnesli út á hinn víða vettvang starfs
og samstarfs i atvinnu. og þjóðfélagsmál-
um, þá mundi verða ljóst, live mikið liinn
grózkumikli Keflavikurbær á þessu félagi
að þakka, og raunar samfélagið allt.
Greinarhöfundar ritsins eru: Jakob Sig-
urðsson, Hörður Guðmundsson, Einar
Ingimundarson, Ölafur Slcúlason, Ólafur
Þorsteinsson, Helgi S. Jónsson (tvær grein-
ar), Þórhallur Guðjónsson, Margeir Jóns-
son, Sig. Brynjólfsson og Höskuldur G.
Karlsson. En auk þess er kvæði eftir Krist-
in Pétursson og margt, sem ritstjórnin hef-
ur skrifað eða tekið upp í ritið án þess að
getið sé liöfundar. I ritinu er fjöldi mynda,
og innan á forsiðu kápunnar mynd af kafla
úr fyrstu fundargerð félagsins. Sýnir hún,
að stofendur þess hafa verið tuttugu og
átta.
Ritstjóri afmælisritsins var Hafsteinn
Guðnmndssonu, en ritnefnd skipuðu:
Helgi S. Jónsson, Margeir Jónsson og Ólaf-
ur Þorsteinsson. Alþýðuprentsmiðjan hef-
ur prentað ritið, en myndamót gerði Prent-
myndir li.f.
Stjórn Ungmennafélags Keflavíkur skipa
nú:
Formaður: Þórliallur Guðjónsson; vara-
form.: Gunnar Sveinsson; ritari: Hörður
Guðmundsson; gjaldkeri: Steinþór Júlíus-
son, og meðstjórnandi: Guðfinnur Sigur-
vinsson.
Skinfaxi óskar félaginu framtíðarheilla.