Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 18
114 SKINFAXI ,Ég stend upp, og nú er líðan mín orðin ærið bágborin. Gjarnan vildi ég nú mega borða bannsettan saltfiskinn, ef ég slyppi þá við frekari aðgerðir af hálfu föður míns. En nú verður ekki aftur snúið. Ef við faðir minn liefðum verið einir í stofunni, þá . . . Nú glápa systur mínar á mig, skáka í hróksvaldi dyggða sinna. Ég er glæpa- maður — þá það. Til hinztu stundar skal ég bera höfuðið hátt. Faðir minn leitar í vestisvasa sínum, finnur þar krónu og réttir mér hana. „Er því að við eigum ekki lianda þér mat, sem þú getur borðað, þá verður þú að fara og kaupa þér mat. Farðu út á vertsliús og biddu frú Nielsen að lofa þér að líta á matseðilinn. Svo geturðu valið um réttina. Ég lief ekki ráð á að láta þig fá liærri upphæð. Mundu það, að nú fer það af saltfiskinum til ónýtis, sem þú átt- ir að borða, og sá hluti hefur líka kostað peninga. Ef unga stúlkan ber þér matinn, verður þú að gefa lienni fimmtán aura sem drykkjupeninga, en frú Nielsen mátt þú ekki bjóða grænan eyri. Vertu sæll.“ Faðir minn fór á ný að sinna saltfisk- inum á diskinum sínum og þurrkaði mig út úr vitund sinni. Ég, sem þó stóð þarna, var horfinn. Svið fjölskyldulífsins lokað- ist, og ég var þar útskúfaður. Enn í dag' sé ég kvíðann í virðulegum svip móður minnar, hafnar augnabrúnir systranna — Þær báðu um meiri saltfisk! Og saltfisk- ur var þeim þyrnir i augum engu síður en mér. Tiltæki þeirra var níðingsleg storlc- un og svik af versta tæi. Ég fór út og óð voreðjuna á götunni, unz ég kom að verts- húsinu. Frú Nielsen var gul i andliti og hafði loðna vörtu á nefinu. En hún var vingjarnleg, næstum ástúðleg í viðmóti og talaði við mig í trúnaðartón. Hún glápti, þegar ég bað um matseðilinn, en hún lagði dúk á borðið í eyðilegri og hráslagalegri gestastofunni. Á borðinu var vaxdúkur. Þegar ég snerti hann, tolldi hann við fing- urgómana. Ég renndi augunum yfir mat- seðilinn. Þetta var fyrir fyrri heimsstyrj- öldina, og fyrir eina áttatiu og fimm aura fékk ég stærðar sneið af steiktu nauta- kjöti, tvær rúgbrauðssneiðar og smjör of- an á, glas af hvítöli og loks kaffi og tveggja aura vínarbrauð. Frú Nielsen bar mér matinn svo broshýr og stimamjúk, að jafnvel steikina varð ég að neyða ofan i mig. Hennar munnur lcom ekki aftur, hún var síspyrjandi. Ég vildi livorki svara né líta á hana, ég starði á vegginn, — liann var grænleitur, og á honum héngu ölaug- lýsingar, fyrsta vinstri stjórnin í ramma, Friðrik sjöundi, Kristján níundi og drottn- ing bans i silfurbrúðkaupsskrúða, verð- launaskjal frá nautgripasýningu og til- kynning frá söngfélaginu í þorpinu. Hálf- þurrir regntaumar voru á rúðunum, en úti fyrir skein sólin á hið fagra Fjón, það glampaði á vota akrana, og yfir typpta leir- liólana sá ég blilca á Stórabelti. Og allt í einu sá ég fyrir mér gulan og bláan leir- inn, sem klesstist á tréskóna mína, þegar ég renndi mér niður brattan leirhól. Það setti að mér meiri og meiri hnípni. Barnsbugur minn varð altekinn. Ég renndi huganum til allra heimsins gæða eins og þau væru eign, sem ég liefði glatað. Ég fylltist þrá, þráði — heim, En mundi þar noklcurn tíma framar verða eins og verið hafði? Ég skildi, hve góður faðir minn var. Hann snupraði ekki, bann neyddi mig elcki til að borða saltfiskinn, en lionum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.