Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 26
122 SKINFAXI TALAÐ VIÐ Hannes Pétursson hefur gefið út nýja ljóðabók. Hann er tvímælalaust það ís- lenzkt ljóðskáld síðustu áratuga, sem sýn- ir mestan þroska, er smekkvís á allt form og sérstæður persónuleiki. Kvæði hans eru sérlega myndræn og skynjun hans á ilm og liti er frábærlega næm. Hann fylgir fornri hefð ijóðstafasetningar, en breytir rirni mjög haglega eftir efni ljóðanna. Enn liefur hann ekki færzt geipimikið í fang, en enginn vafi er á því, að þroski og frábær smekkvísi Hannesar munu, þeg- ar honum vex lífsreynsla, gera hann að einu af höfuðskáldum Islendinga að fornu og nýju, og mjög er það mikils virði fyr- ir íslenzka erfðamenningu og viðhald hennar, að svo listrænt skáld sem Hannes skuli sýna og sanna, svo að ekki verði um villzt, að ef nógu vel er til vandað og barizt af alvöru, er ekki síður unnt nú en áður að skapa sérstæð og frumleg Ijóð án þess að láta lönd og leið forna menningar. og skáldskaparhefð Islend- inga. Hér fer á eftir eitt kvæði Hannesar, stutt, en fagurt og mjög lifandi vottur listrænnar tækni hans og þess jákvæða og frjóa eðlis, sem er sá jarðvegur, sem tjáning hans er runnin úr. Skáld verð ég ekki fyrr en ég finn að þú ert fólgin í mínu blóði, ég orðinn þú: laufgræn harpa í höndum myrkurs og birtu, liimins og jarðar, orðinn lifandi brú, sem tengir sól og svala mold i eitt; orðinn máttugt iiljóðfæri í höndum lífsins, harpa lifandi strengja, eins og þú. Hannes lilaut nú í desember 50 þúsund króna bókmenntaverðlaun Almenna bóka- félagsins. Úr si* fjrs lu nt um almennings bókasöfn árið 1957 Til allra almenningsbókasafna á landinu uröu fjárframlög eins og hér segir: Heimafrl. Ríkisfrl. Alls Bæjar- og héraðs- bókasöfn ........ 3.116.432 606.867 3.723.299 Sveitarbókasöfn og lestrarfélög . . 663.530 377.575 1.041.105 Bókasöfn skóla og hæla ............... 73.435 73.435 146.870 Samtals 3.853.397 1.057.877 4.911.274 Framlög rikisins námu 21.5% af heildarfram- lögunum og voru 27.4% móti heimaframlögum. 2. Bókakostur og notkun safnanna. Bókaeign sveitar-, bæjar- og héraðsbókasafna var eins og hér segir: Bæjar- og héraðsbókasöfn ...... 248.585 Sveitarbókasafna .............. 214.889 Heimavistarskóla og hæla ca..... 50.000 Samtals 513.474 bindi íbúar í árslok voru 166.831. Eru því til í al- menningsbókasöfnum rúmlega 3 bindi á hvern íbúa landsins. Um lestur bóka liggja aðeins fyrir skýrslur frá bæjar-, héraðs- og sveitarbókasöfnum. 1 bæjar- og héraðsbókasöfnum voru lesin 278.219 og i sveitarbókasöfnum 113.572, samtals 391.791

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.