Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Síða 12

Skinfaxi - 01.11.1959, Síða 12
108 SKINFAXI ekki urðu stór áföll af aðsókn hans, en þjóðin vissi af honum. Hann var aðhald og ógnun, sem beið nærri dyrunum. Ef við skyggnumst svolítið lengra, t. d. aftur yfir síðustu aldamót, þá verðum við þess áskynja, að skorturinn er orðinn algengur innan við dyrnar. Gamall maður, sem nú er nýlega látinn, og var fæddur um 1880, sagði mér svo frá: „Foreldrar mínir voru ógnar fátæk. Við systkinin vorum svo máttlaus á vorin, að við urðum að skríða upp á þúfurnar.“ Mér fannst þessi fáorða frásögn opna mér sjm inn á þetta horfna svið. Ég veit, að þetta var ekkert einstakt, lieldur aðeins mynd, sem gæti verið úr hvaða sveit sem er á Islandi, aðeins 75 ára gömul. pgnar fátælc lijón og barnahópur leitandi út á túnblettinn kringum bæinn til þess að reyna að njóta vorsins, þegar það loksins kemur, en svo langt leiddur af skorti, að ekki er hægt að tala um að þau gangi, hvað þá ldaupi út, heldur skríði liann út um þúfurnar, þessi tærði hópur. En samt var það þessi kynslóð, sem þok- aði merki frelsis og sjálfstæðis livað lengst fram á leiðina. Allar kynslóðir, sem á undan lienni voru gengnar, höfðu lika liaft meiri eða minni kynni af þessum harðstjóra. Allar höfðu þær þó viðhaldið Ijósi menningarinnar og skilað erfðaverð- mætum feðranna til þeirrar næstu. En livað var það, sem gat gefið þessari fá- mennu, vannærðu þjóð kjarlc og þraut- seigju til þess að berjast til þrautar fyrir sjálfstæði sínu? Við þekkjum öll nokkur meginrök fyrir því, að henni var það kleift, það er að segja, að þjóðin vissi, að forfeður okkar, sem uppi voru fyrir um það hil þúsund árum, höfðu lifað hér menningarlífi. Þjóðin hafði varðveitt bókmenntirnar, sem þeir sköpuðu, og tunguna, sem þeir töluðu, og raunar allt- af verið að bæta við þann auð, sem tung- an og bækurnar geymdu. Þetta vitum við auðvitað öll, að eru höfuðrökin fyrir sjálfstæði okkar, ásamt því, að við vorum búin að sýna, að efna- lega þyrftum við ekki að vera upp á aðra komin. Þetta eru höfuðatriði, en mig langar til að hiðja yklcur að reyna að skyggnast með mér aftur í djúp sögunnar og reyna að eygja þá eðliskosti, sem hafa varnað þjóð- inni að örmagnast. Við skulum nota okk- ur myndir, sem eitt af skáldunum okkar sá bregða fyrir sig við Öxará. Hann segir svo frá: „Stóð ég við Öxará, livar ymur foss í gjá. Góðhesti ungum á Arason reið þar hjá. Hjálmfagurt herðum frá höfuð ég uppreist sá. Hér gerði hann stuttan stanz, stefndi til Norðurlands.“ Við þekkjum strax, liver þar er á ferð. Það er kirkju- og veraldarliöfðinginn Jón Arason. En skáldið heldur áfram: „Or lundi heyrði ég hvar hulduljóð sungið var. Fannst mér ég þekkti þar þann, sem sló koi’durnar. Alheill og orðinn nýr álfurinn hörpu knýr. Ástvinur engum jafn alfari úr Kaupinhavn.“ Hér segir skáldið frekar, hvað hann heyrir, heldur en sér. En okkur grunar,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.