Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 25
SKINFAXI 121 r - a% A ___ a S m K ■ A. ii K ■ ■ ■ ■ - Ný íslenzk skákbók er komin á markaðinn. Heitir hún Teflið betur. Höfundar eru þrír, Dr. Max Euwe fyrrverandi heimsmeistari, M. Blaine og J. F. S. Rumble. Magnús G. Jónsson mennta- skólakennari hefur þýtt bókina af frummálinu, ensku. Baldur Möller ritar formála fyrir bók- inni og segir hann frá því, að aðalhöfundar bók- arinnar þeir Blaine og Rumble hafi fengið hug- myndina að bókinni, þegar þeir á stríðsárun- um dvöldust á Ceylon með brezka flughernum. Enda gæti áhrifa af hermennsku þeirra í bók- inni, séu þeim rik í huga ýmis herfræðileg hug- tök og sjónarmið. Telur hann þetta gefa bók- inni aukið gildi. Dr. Euwe mun síðan hafa bætzt þeim til aðstoðar og er hann því þriðji höfund- ur bókarinnar. Nafn hans er trygging fyrir þvi, að hér er ekki neitt slormeti á ferð. Bókin skitist í 5 aðalkafla: Miðborðið, Byrjanir, Mið- taflið, Tafllok og Kennisetningar í raun, en þar eru tefldar skákir með skýringum. Tekið skal fram, að ekki er unnt að læra mannganginn af bók þessari, heldur mætti segja, að hún tæki við, þar sem byrjendabók þeirra Friðriks og Ingvars endar. Mæli ég eindregið með bók þess- ari fyrir þá, sem skammt eru á veg komnir, en hafa hug á að auka styrk sinn. Hér er svo sýnishorn úr bókinni, sem sýnir glöggt hve lífleg hún er. Sókn á öörum armi mœtt meö sókn á hinum. Stööumynd: Hv: Kgl, Df2, Hal, Hel, Bcl, Bc4, Rbl, a2, b2, c3, g2. — Sv: Kc8, Dh4, Hd7, Hh8, Bf5, Rh5, a7, b7, c7, f4, g3, h7. 1 stöðunni á meðfylgjandi mynd, má glöggt sjá, að svartur er í öflugri sókn á kóngsarmi. Vegna hótunarinnar Dh4—h2t Kgl—fl Dh2— hlt verður hvítur að halda drottningu sinni á skálínunni, sem hún stendur nú á. Hann leikur því: 1. Df2xa7 með tilliti til gagnsóknar á drottn. ingararmi. 1. — Hd7—dS 2. Rbl—d2 Hd3xd2 Svartur fórnar hrók sínum til þess að styðja kóngssókn sína. 3. Bclxd2 Dhlf—h2t Jf. Kgl—fl fJf—/3 Staða hvíts á kóngsarmi virðist vonlaus. Hann á aðeins eitt úrræði — gagnsókn á hinum arm- inum. 5. Da7—aSt Kc8—d7 6. Da8—alt t c7—c6 7. Hel—e 7t// Kd7xe7 8. Bcl—g5t Ke7—d7 9. Hal—dlt Kd7—c7 10. DaJf—ö5t Kc7—b8 11. Da5—e5t Kb8—a8 12. De5xh8t Ka8—a7 13. Dh8—dJf\ b7—b6 u. Kfl—el! f3xg2 15. Bg5—«3 c6—c5 16. DdJf—e5 g2—gl(D)\ 17. Be3xgl Dh2xgl 18. Kel—d2 Dgl—f2\ Svartur hefur haldið yfirburðum sinum á þess- um armi, en hvitur hefur komizt áfram með sókn sína á hinum arminum. 19. BcJf—e2 g3—g2 20. De5—e7t Ka7—b8 21. De7—e3 gefst upp. 'A' Skákmeistarar verða að geta reiknað út leiki fyrir fram að einhverju leyti. Allir skákmeist- arar þekkja þessa spurningu: ,,Hve marga leiki getið þér reiknað út fyrir fram?“ Nokkrir meistarar svara þessari spurningu þannig: Aljechin: „Venjulega 4 leiki, sjaldan fleiri en 6, enda þótt endrum og eins komi fyrir leikfléttur, þar sem ég sé fyrir 10—12 leiki.“ Capablanca: „Það er undir stöðunni komið, oft 25 eða 30 leiki.“ Marchall: „Tvo, en tvo góða.“ Reshewsky: „Alltaf einum fleiri en andstæð- ingur minn.“ Úr Caissars Weltreich eftir Dr. Max Euwe).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.