Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 7
SKINFAXI 103 JÚHANNES shiíltl úr Kötluwn ★---------------- SEXTUGUR Jóhannes skáld úr Kötlum varð sextug- ur hinn 4. nóvember í haust. Hann er Dalamaður, fæddur á Godda- stöðum og ólst upp i Ljárskógaseli. Hann var tvo vetur við nám í unglingaskóla i Hjarðarhólti, var tvo vetur farkennari, en fór siðan í kennaraskólann og lauk þar prófi tuttugu og eins árs að aldri. Síðan kenndi hann lieima í Dölum og í Reykjavík, allt til ársins 1933, en upp frá því hefur hann helgað sig ritstörfum og skáldskap og lengst af búið í Hveragerði. Jóhannes hneigðist snemma til skáld- Þeir, sem hafa valið sér kjörorðið: Is- landi allt, — verða að vera þess minn- ugir, að þeim ber að gera meiri kröfur til sín en annarra. Og sá sem fátar og fumar í ráðleysi og segir, að liann finni ekki álika mikilvæg verkefni og alda- mótakynslóðin, hann þarf aðeins að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að ekki er ómerkilegra verkefni að gerast bjarg- vættur ómetanlegra verðmæta á hættu- stund en að sækja fram að augljósu marki, knúinn af brýnni þörf og örv- andi fordæmi. sltapar og rómantísks hugarflugs, og þeg- ar í bernsku kom í ljós hagmælska hans og ást á fögru rími og máli. Hann tók á unglingsárum sínum og fram um þrí- tugt mikinn þátt í ungmennafélagshreyf- ingunni, og fyrstu ljóðabækur lians, Bí, bí og blaka (1926) og Álftirnar kvaka (1929) bera merki hugsjóna ungmennafélaganna. Síðan gerðist hann mjög ákveðinn sósíal- isti og aðhylltist hið rússneska form á framkvæmd sósíalismans, en afstaða hans hefur ávallt verið mjög mótuð af hug- sjónalegum markmiðum og trú á, að mannlegu viti og góðvild tækist i ekki mjög fjarlægri framtíð að gera að veru- leika drauminn um, að leiki „sér með Ijóni lamb í paradís“, og hefur sú trú hans stundum hlotið þung áföll, þá er kaldrifjaðri liefur reynzt framkoma ját- enda fagurra hugsjóna en svo, að finnandi væri þar samræmi „um játning og störf“. Jóhannes er mikill rímsnillingur og hef- ur oft leikið sér að erfiðum bragarháttum. Hann hefur helgað skáldskap sinn áróðri annað veifið, en hin löngu og stundum stórorðu áróðurskvæði bliknuðu sem skáldskapur við hliðina á ljúfum, draum-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.