Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 20
116 SKINFAXI STARFSÍÞRÓTTAMÓT Dagana 19. og 20. september s.l. fór frani í Horsens í Danmörku starfsíþrótta- mót Norðurlanda. Mótið fór fram að mestu leyti á búnaðarskólanum að Byg- holm, en það er einn af nýjustu og glæsi- legustu búnaðarskólum Dana. Á mótinu var kcppt í 6 greinum og í tveim flokkum í 5 þeirra. 1 yngri flokki keppa unglingar undir 20 ára, en binum fólk 20—30 ára gamalt. Þátttökureglur eru JXiÞM'ðurlutitlu 1939 þannig, að frá bverju landi mega keppa tveir í hverri grein í hverjum flokki. Norð- urlöndin áttu þarna öll fulla keppenda- tölu nema Island, sem sendi ekki kepp- endur. Hins vegar fóru þau Steinunn Ingi- mundardóttir, ráðunautur Kvenfélagasam- bands Islands, og Stefán Ól. Jónsson, kenn- ari, til þess að fylgjast með keppninni og læra af henni. Keppnisgreinarnar voru: verða það héðan af. En hvað á að koma í staðinn? Ég skrifa og skrifa og er þó allt- af að gefa henni auga. Og nú veit ég, hvað á við telpuna þá arna. Ég set hettuna á vélina, tek til á borð- inu, stíg yfir dótturina og fer yfir í næstu stofu, án þess að virða hana viðlits. Hún kemur á eftir mér. Hún sezt á móti mér, brosir glettin og hróðug, horfir á mig. Ég les í blaði. Henni verður órótt. Hún rífur ljósadúk af borði, en án þess að hafa af því nokkra ánægju, nær í brúðuvagninn sinn, tætir upp úr honum brúður, bangsa og bolluvendi og stráir því út um gólfið. Ég stend á fælur og fer inn í skrifstofuna, tek þar til eftir hana, set allt á sinn stað. Telpan stendur í dyrunum og iiorfir á mig, en ég læt eins og ég taki ekki eftir henni. Ég sezt við skrifborðið, tek bettuna af vél- inni og byrja aftur á sögunni. Telpan er nú setzt og farin að skoða London News, sem ég fékk benni til að leika sér að. Hún skoðar myndir, er þegjandi og róleg, og við og við lítur hún kumpánlega til mín. Hún hefur fengið uppeldi. Og hún liefur ekki hugmynd um það. Því að uppeldið var aðeins fólgið í því, að ég lét sem ég tæki ekki eftir henni, að henni gafst kostur á að fá þá reynslu, að hún gæti ekki fundið upp á neinu, sem vekti athygli mína á henni. Svo varð þá óþægðin henni bragð- laus og sviplaus — tilgangslaus. Kven- eðlið segir til sín, svo lítil sem hún er. Hún vill fyrir hvern mun vekja athygli. Nú stendur hún upp, gengur til mín, nemur staðar hjá mér, lítur upp til mín. „Pábbi e góur,“ segir liún. Ég kinka kolli, klappa á höfuðið á henni og held áfram að skrifa. Hún snýr sér á ný að heftinu. Við og við lítum við hvort á annað. Okkur hður vel. —★—

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.