Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 16
112 SKINFAXI • • • IJPPELD Ég sit við skrifborð mitt aS morgni dags og ætla að fara aS vinna. Ég verS að vinna, og ég hef skilyrSi til þess. Mér hefur dott- iS í hug efni í sögu, fyrir framan mig er pappír, ritvél og blýantur; þaS er hlýtt i stofunni, og ég er i svo góSu vinnuskapi, aS ég hef undirbúiS allt, pappírinn, blý- antinn, vélina, af óvenjulegri natni. Ég hlakka til likt og ég sé aS fara á skemmti- siglingu á rúmsjó i bliSum byr, þar sem siglt verði með segl við hún. Þessi frjóa og notalega tilfinning er heill heimur, og. .. Svo heyri ég þá sagt: „Ég þarf að skreppa í bæinn. Viltu líta eftir barninu á meðan?“ „AuSvitaS,“ svara ég. ÚtidyraliurSin skellur i lás, brosandi andlit birtist, nálgast mig síðan meir og meir. Lítill telpuhnokki klifrar upp á kné mér, sezt þar, slær á vélina x — 1; , ? a. — % ofan í eina setninguna, sem ég er búinn að skrifa: „Sona, sona skifa maðu á vélina mína,“ segir hún. Telpan er hálfsþriðja árs. Ég set liana á gólfið og fæ henni seinasta hefti af London Neies, fylgir leyfi til að rífa það. Þetta er fallegt myndahefti, og hún tætir það í sundur i sólskinsskapi, lítur siðan upp: „Heldu skifa á vélina mína.“ „Þú átt ekki vélina,“ svara ég dálítið bitur. „Jú, vítt. Ekki pabba vél. Mín vél.“ Ég fleygi til hennar forláta skrúfblýanti, sígarettuhylki úr silfri og tandui’hreinum vasaklút og íhuga svolítið hina sterku eignarhvöt þessa sérstæða barns, velti því fyrir mér, hvers vegna sú hvöt hennar þurfti ævinlega að koma fram sem ásælni á eigur annarra. Nú stendur hún við bóka- skápinn og strikar bókakilina með blýant- inum: „Alla falleðu bókana mina,“ segir hún hrifin. Ég sprett upp og svipti henni frá skápn- um. „Þetta eru mínar bækur, pabbi á þessar bækur,“ segi ég rétt til reynslu. „Nei, mína!“ Hún þýtur að skápnuin og tekur fullt fangið af Victor Hugo. Hún starir á mig, og heilt náttúrulögmál er skráð sindrandi letri i augum hennar. Þar les ég: „Það, sem þú átt og hefur dálæti á, það á ég. Og ég á það af því að ég er meiri máttar!“ Aftur þreifa ég fyrir mér: „Þessar bóka-skammir! Pabbi kærir sig lireint ekki um aS eiga þær. Þær eru ljót- ar, þær eru fý, bja!“ „Ne-hei!“ segir telpan. En hún er ekki jafnákveðin og áður. Ég sezt aftur við vélina og fer að skrifa. Telpan þegir um lirið. Svo heyri ég á ný hina veiku barnsrödd: „Lóta bóka, fý bja! Vil ekki eiga hær, vil ekki eiga hær, nei, vil ekki. . . Pabbi!“ „Já — hvað viltu pabba?“ „Pabbi taka sjálfu lóta bóka. Ge so vel.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.