Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 14
110 SKINFAXI un eigin búða“. Stritið er flutt af manns- hendinni yfir á vélina. Undarleg væri hún, þessi þjóð, sem búin er að standa af sér flestar þær ógnir, sem yfir eitt samfélag geta dunið, ef bún þyldi svo ekki að strit- inu sé létt af henni. Ekki er fyrir það að synja, að í skortinum og erfiðleikunum sé aðliáld, og nokkuð af losi nútímans sé bein afleiðing af því, að þetta er ekki til staðar, en ekki vil ég trúa, að þetta sé ómissandi aðhald. Við skulum samt ekki dylja okkur þess, að við höfum lifað um efni fram, og við höfum þegið lán og styrki, sem fyrst og fremst eru ætlaðir bág- stöddum þjóðum eða ættu a. m. k. að renna þangað fremur, sem skortur er enn við hvers manns dyr. En er ástæða til þess að óttast, að ung- lingurinn íslenzki skilji þetta ekki? Ég held það fari eftir því, hvort bonum er sýnd tiltrú. Ef liana vantar, þá fyrsl fer eftirlætis'barnið að vera i hættu. Ekkert er unglingnum jafnliættulegt og það, að honum sé ekki treyst til neins. Þetta held ég, að forráðamenn okkar unga lýðveldis þurfi að leggia sér á hjarta. Treystið þessari þjóð, og hún mun reyn- ast ti-austsins verðug. En ef henni er ekki treyst til þess að meta sjálf staðreyndir, lieldur látin ganga í þoku blekkinga og dekurs, þá er hættan mikil og vaxandi. En Iiættan er líka fólgin í því, að markmiðið vanti. Það eitt markmið að láta fara vel um sig kallar ekki fram mikil afrek né mildnn þroska. Nú er vandinn meiri að eygja mark að keppa að heldur en meðan ófrelsið minnti okkur sífellt á, að við hlytum að keppa að algerri sjálfstjórn. Þótt nú séu víða vá- legar blikur á lofli, þá sýnist sitt hverjum, hvað ber að varast og að hverju ber að keppa. Unglingurinn er að leggja út í lífið. Það er eðlilegt, að nokkuð sé á huldu um það, hvert ævistarfið verður. En á mildu vell- ur, að hann geri sér ljóst, að hann verður að þroska sig og undirbúa, til að takast starf á hendur og einmitt að leita eftir þvi starfi, sem Iiann er betur fær til að gegna en aðrir menn. I þessum sporum finnst mér við standa. Við höfum öll að nokkru framtíðargæfu eða ógæfu unglingsins 15 ára i höndum okkar, og þess vegna verðum við að reyna að skilja Iiann sem bezt og reynast verð- ug trausts lians. Ég hef þá trú, að séum við vel minnug á þá mannkosti, sem lyftu okkur frá fá- tækt og ófrelsi, og minnug þess, að um víða veröld eigum við fátæka og undir- okaða bræður, sem við eigum samstöðu með; bræður, sem sízt eru betur á vegi staddir en við vorum fyrir hundrað árum, þá munum við ekki verða í vandræðum með að finna okkur starfssvið í samfélagi þjóðanna. Treystum afmælisbarninu og gefum því hiklaust starfskrafta okkar í afmælisgjöf, — og það mun komast til þroska. MANNSEFNIÐ. Vinnukona bjá frú einni í kaupstað á Vesturlandi átti vingott við pilt. Frúnni þótti pilturinn gera sér tíðförult til vinnu- konunnar, og sagði hún því við liana: „Mér lízt ekkert á hann, strákinn, sem er að heimsækja þig.“ „Gerir ekkert,“ svaraði vinnukonan, „því að það er á mig, en ekki þig, sem honum lízt.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.