Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 23
SKINFAXI 119 skyrta. Keppni þessi fór fram í leikfimi- sal skólans, og var þar mjög rúmt um liana. Hin kvennagreinin var matreiðsla. Þar áttu stúlkurnar að brjóta (serviettur) munnþurrkur, búa til kartöflusalat og síldarrétt. Þessi grein fór fram i skóla- eldhúsinu við mikil þrengsli, sem gerðu keppnina leiðinlegri. Allar unnu stúlkurn- ar vel og voru góðir fulltrúar landa sinna, þó munu finnsku stúlkurnar bafa liaft nokkra yfirburði, sérstaldega í yngri flokknum. Þær liöfðu allt i senn: fagra framkomu, liagnýtar starfsaðferðir, liraða og starfsöryggi. Lokaorð: Eftir að liafa dvalið þarna í Horsens þessa daga og fylgzt með keppni þessa unga fólks, varð mér Ijósara en nokkru sinni áður, live mikil verkefni við eigum hér lieima óleyst á þessu sviði, og hve langt er i land ennþá með almennan skilning manna á gildi starfsíþróttanna. Hér blasa viðfangsefnin livarvetna við. Iiví ættum við ekki að geta hagnýtt okkur starfsíþrótl- irnar á líkan hátt og grannþjóðir okkar til þess að vekja virðingu og áliuga á dag- legum störfum við helztu atvinnuvegi okk- ar og koma við markvissri fræðslu um þá um leið. Merkur Bandaríkjamaður taldi fræðslugildi starfsiþrótta ganga næst skóla- göngu. Með starfsíþróttunum næst til fjölda unglinga, sem ekki eiga þess kost að ganga i framlialdsskóla. Með það i huga eigum við að ganga djarflega til starfa til gagns fyrir land og þjóð. Stefán Ól. Jónsson. ★ • VetrarAálkVwfi aí baki Klifið er liúmsins háa, bratta fjall, Iilær mér af tindi þess við augum fagur, sveipandi roða svartra kletta stall, svífandi vængjum björtum lengri dagur. Vefur hann bjarma vetrarkalda fold, vekur að nýju sumardraum í lijarta mannanna barna; fræ, er felur mold finnur sinn þrótt við himingeislann bjarta. Speglast í skærri frostsins fögru rós, fagnandi vorsins blóm í sólarljóma, leystir úr vetrarfjötrum fram að ós fossandi lækir glaðir eyrum liljóma. Richard Beck. Nýársóskir U.M.F.l. Skrifstofa U.M.F.l. sendir öllum félags- mönnum Ungmennafélags Islands beztu nýársóskir og þakkar samstarfið á árinu 1959. Skinfaxi'. Munið að safna kaupendum handa Skin- faxa. Hefjum nú öfluga sókn. Takmarkið er: Skinfaxi inn á hvert einasla heimili, þar sem nokkur ungmennafélagi er. Ár- gangurinn, fjögur hefti, kostar lcr. 30.00. Annað hefti Skinfaxa 1941. Skrifstofa U.M.F.I. biður lesendur Skin- faxa að útvega skrifstofunni sem flest ein- tök af 2. b. 1941. Það hefti er uppselt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.