Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 án sérstakrar köllunar og þar með starfs- gleði og gersamlega óvitandi um það, aS fróðleikshraflið, sem þó situr í þeim, er livorki menntun né viðhlitandi þekking, heldur einungis lykill að fjárhirzlum þekk- ingar og þroska, lykill, sem aðeins með ævilangri þjálfun getur orðið þeim að því gagni, sem vitsmunir þeirra og hæfileik- ar veita þeim skilyrði til. Og sumir nem- endur koma úr skólunum beinlínis með ógeð á allri fræðslu, — jafnvel á hvers konar skyldum og þjóðfélagslegum menn- ingarkröfum, sem til þeirra eru gerðar! Ástand og horfur. Tímabilið frá síðustu aldamótum hefur verið byltingartími í íslenzku þjóðflífi. Uppfræðsluliættir, atvinnulíf, lífsvenjur og lífskjör hafa breytzt meira hér á landi en með nokkurri annarri þjóð, og á sein- ustu tveimur áratugum liefur gullklyfj- aður asni Filippusar af Makedóníu ekki aðeins verið teymdur inn um livert borg- arhlið, heldur jafnvel um hvert fjalla- skarð, þar sem vegur liggur að byggðu bóli. Samgöngur liafa orðið örari milli landshluta og við útlönd en þær voru nokkurs staðar innan sveitar hér áður á árum, og inn yfir landið hafa flætt marg- víslegustu straumar menningar — og þá ekki síður ómenningar. Fjöldi manns lief- ur farið árlega til framandi landa, þús- undir manna haft samskipti við erlenda menn hér á landi, hin hvítu tjöld bió- anna og taltæki þeirra, útvarp, svið skemmtistaða — allt hefur þetta reynt á máttarviði manndóms og menningar hjá ungum og gömlum — og þó einkum hin- um ungu. Og loks hafa mestu veldi heims- ins seilzt hér til áhrifa með margvíslegu móti. Og livernig er svo ástatt? Það mundi engum dyljast, að fé j)að, sem j)jóðin afl- ar og Iiefur með höndum, er ekki aðeins skilyrði fyrir j)ví, að hún geti lifað í ár, heldur fyrir framtíðarhögum liennar á öll- um sviðum, sviði menningar, lifshátta og lífsj)æginda og fyrir frelsi hennar og sjálf- stæði. Meðferð j)ess er því handhægur spegill ábyrgðartilfinningar einstaklinga og forráðamanna. Hver og einn þjóðfé- lagsborgari mun j)ekkja fjölmörg dæmi, sem sýna, að hér er furðu almennt rikj- andi lijá eldri og yngri furðulegt vanmat á gildi vinnunnar og þess arðs, sem af henni er, frámunalegt gáleysi algengt í meðferð verðmæta og óliugnanlegt fyrir- liyggjuleysi um framtíðina. Þeir, sem kunna skil á skemmtanalífinu, mundu geta gert sér þetta sérlega ljóst, og j)á er og einn liður í nýlega framlögðum fjár- lögum talandi vottur j)essa. Þar er sem sé áætlaður hreinn ágóði af áfengis- og tóbakseinkasölu 250 milljónir — eða að meðaltali 7350 krónur á bverja einustu fimm manna fjölskyldu í landinu! En auðvitað eiga j)arna ýmsir óskilið mál, og svo verður þá hlutur hinna þeim mun meiri: En hugsum okkur, að við horfð- um á og heyrðum t. d. aðra liverja fjöl- skyldu á Islandi ganga fyrir fjármálaráð- herra, fá honum fjórtán þúsund og sjö liundruð krónur og segja: Þér getið al- veg eins tekið við j)essu, eins og ég baki mér fyrir j)að ölæði, kannski slys, afbrot, atvinnutjón og heilsulevsi — eða reyki í mig krabbamein, — mundu ekki slíkir fjölskyldufeður verða taldir eiga heima á geðveikrahæli ? Lítum svo á fjármál rík-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.