Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 24
120
SKINFAXI
□
□
□
/fl//ff/7//f
LANDSMÚT U.M.F.I.
Sambandsstjórn U.M.F.l. hefir falið Hér-
aðssambandi Suður-Þingeyinga að lialda
landsmótið 1961. Verður mótið haldið að
Laugum í S.-Þingeyjarsýslu, en þar er góð-
ur íþróttavöllur og sundlaug, og aðrar að-
stæður ágætar til þess að lialda stórmót.
Framkvæmdanefnd hefir verið kjörin
til þess að sjá um undirbúning og fram-
kvæmd mótsins, og er liún þannig skipuð:
Frá Héraðssamhandi Suður-Þingeyinga:
,Öskar Ágústsson, Þorsteinn Glúmsson,
Friðgeir Björnsson og Þráinn Þórisson.
Frá sambandsstjórn U.M.F.I.: Ármann
Pétursson.
í síðasta hefti Skinfaxa var getið sam-
þykkta síðasta sambandsþings varðandi
landsmótið, m. a. þeirra íþróttagreina, sem
þingið lagði til að keppt yrði í á mótinu.
Tillögur til breytinga þurfa að berast sam-
bandsstjórn fyrir næsta sambandsráðs-
fund.
Ákveðið hefur verið að svæðakeppni í
knattspyrnu og liandknattleik kvenna fari
fram sumarið 1960, og skal þátttaka til-
kynnast fvrir 1. maí 1960 til Óskars
Ágústssonar íþróttakennara, Laugum, S.-
Þing., eða skrifstofu U.M.F.I., Reykjavik.
Svæðakeiipninni verður bagað þannig, að
landinu verður skipt í sex keppnissvæði:
1. svæði: Vestfirðir, nema Strandasýsla
og Austur-Barðastrandarsýsla.
2. svæði: Strandasýsla og Húnavatns-
sýslur.
3. svæði: Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslur.
4. svæði: Austfirðir og Austur-Skafta-
fellssýsla.
5. svæði: Árnes-, Rangárvalla- og Vest-
ur-SkaftafelIssýsla, Keflavik, Kópavogur
og Kjósarsýsla.
6. svæði: Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæ-
fells- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla og
Austur-Barðastrandarsýsla.
Stjórn liéraðssambands hvers svæðis
mun ákveða keppnisstað og tíma í sam-
ráði við framkvæmdanefnd landsmótsins.
Verður keppnin útsláttarkeppni og leik-
tími í knattspyrnunni 2x30 mínútur en
handknattleik kvenna 2x15 minútur. Síð-
ar verður tilkynnt um tilliögun úrslita-
keppninnar.
Um önnur atriði varðandi íþróttir, hóp-
sýningar, starfsíþróttir og þjóðdansa verð-
ur rætt í næstu heftum Skinfaxa. Þá verð-
ur einnig getið þeirra þátta mótsins ann-
arra, sem ákvarðanir hefur verið liægt að
taka um.
Ármann Pétursson.