Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 19
SKINFAXI 115 þótti leitt, að mér féll hann ekki. Já, það hryggði hann, að hann gæti ekki gefið mér mat, sem mér þætti góður. Hann hafði liugsað sem svo, að úr því að hann gæti borðað saltfisk, þá hlyti ég líka að geta það. En svo sýndi sig, að ég gat það ekki. Og án þess að liika gaf hann mér eins háa upphæð og hann mátti missa og sagði mér að fá mér mat í vertshúsinu .. . Og ég var alls ekki verður allrar þess- arar góðfýsi Svo hlaut ég þá líka refsingu, þvi að allt, sem faðir minn hafði fyrir mig gert af mikilli og einskærri velveld, vakti mér ógnþrungna skelfingu. Og undir ofui-valdi þeirrar tilfinningar, að i heiminum ríkti réttlæti, fór ég á bak við húsið, þegar ég kom út, og afhenti þar nautasteikina frá frú Nielsen. Faðir minn sagði ekkert. Hann var alveg eins og liann átti vanda til. Nema hvað hann var máski enn betri við mig en venjulega. Allan daginn sólaði ég mig i návist hans, talaði við hann — og jafnaði mig. Síðan hef ég aldrei verið matvandur — fyrr en nú, þegar ég er sjálfur farinn að leggja til í matinn. I>etta atvik nægði.Vegna þess, að pabbi varð stór í mínum augum, bæði sakir valds síns og góðfýsi sinnar, — aðliann reyndist maður til að standa upp úr. Það var það, sem gerði gæfumuninn . . . Og nú minnist ég annars atviks. Þá var faðir minn í ógáti — bara með því að hugsa upphátt — nærri búinn að eyði- leggja citthvað í mér og olli mér miklum sálarkvölum. Hann liafði fengið mér krónu fyrir pennastokk. Ég keypti stokkinn og fór svo til föður míns og sagði: „Pabbi, liann kostaði ekki nema 65 aura.“ Faðir minn tók við aurunum og taut- aði í hálfum hljóðum: „Þú ert reyndar það eina af börnunum, sem skilar mér afgangi af peningunum, sem ég fæ þeim til að kaupa svona fyrir.“ Hann var alls ekki að segja mér þetta, en sannarlega sat það í mér. Þessi orð komu inn hjá mér þeirri hugmynd að Imupla peningum, og sú hugmynd píndi mig meir en lítið. Systkini mín, sem hnupl- uðu með glöðu geði, þegar þau komust höndunum undir, syndguðu án sársauka og sektartilfinningar, notuðu sér hx-essi- lega og náttúrlega gleymsku pabba. Mér var annan veg farið. Ég gat ekki hnuplað, án þess að samvizkan kveldi mig. Þetta hefur trúlega verið úrkynjunarmerki. Ég þjáðist og streittist á móti tillmeigingu minni, og mér tókst að stilla mig nema í eitt skipti. Og þar konx í það sinn, að ég læddist með peningana inn til föður míns og lagði þá á skrifborðið hans ... Það hefur komið ró yfir telpuna, með- an ég hef verið að í'ifja þetta upp. Ég skotra til hennar augunum. Þarna situr hún á gólfinu, niðursokkin í nautn þess, sem hún liefur af sér brotið. Ég geri mér í hugarlund, hve ei'fitt hljóti að hafa ver- ið að aga mig, þegar ég var barn, og ég geri mér Ijóst, hvers vegna það lánaðist tiltölulega vel: Vegna þess að faðir minn smækkaði sig aldrei í mínunx augum, varð aldi'ei æstur, — vegna þess, að hann stóð upp úr. Nú er komið að nxéi', nú verð ég að reyna að standa upp úr í augum þessa hálfsþriðja árs telpulmokka, sem situr á gólfinu og í'æður sér ekki fyrir óþægð. Eg var aldrei barixxix, liún skal lxeldxir ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.