Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.1959, Blaðsíða 15
SKINFAXI 111 IPrófcssor RICHARD BECK Prófessor Richard Beck, sem um þrjá áratugi hefur starfað sem háskólakennari i Norðurlandabókmenntum í Bandarilcj- unum, hefur verið svo ótrauður vörður íslenzks þjóðernis í Yesturheimi, að fá cða engin dæmi mundu slíks. Hann hefur skrifað fjölda greina í íslenzku blöðin vestra, verið forseti Þjóði'æknisfélagsins og ritstjóri tímarits þess og þotið fram og aftur um Bandaríkin og Kanada og talað á mótum og fundum Islendinga. Þá eru þær greinar fjölmargar, sem hann hefur ritað um íslenzk efni, bókmenntir og menningu, í amerísk rit, og hefur flutt fjölda erinda. Hann hefur og skrifað stóra bók um íslenzk ljóðskáld frá 19. og 20. öld, og er hún ágætt rit, og loks í yfir- litsbækur um heimsbókmenntir greinar bæði um íslenzkar bókmenntir i heild og um einstaka liöfunda. Hann hefur mætt hér heima sem full- trúi Vestur-Islendinga við hálíðleg tæki- færi, ferðast víðsvegar um landið og liald- ið fjölda af ræðum, enda er hann ræðu- maður sízt lakari en rithöfundur. Richard Beck er maður mjög jákvæð- ur að allri gerð og ungur í anda, og með- al annars er hann sérlega hlyntur ung- mennafélagshreyfingunni. Hann er að eðli einn af vormönnum Islands. Hann lagði ungur stund á Ijóðagerð, og ef hann hefði iðkað hana verulega, er enginn vafi á því, að hann mundi hafa náð miklum þroska sem skáld. Þrátt fyrir annir sínar hefur hann ekki lagt skáld- skapinn á hilluna, en ort öðru hverju sér til hugarhægðar, svo sem Páll Ólafsson. Hann hefur sent Skinfaxa nýja Ijóða- bók. Hún heitir Við Ijóðalindir, og er gef- in út á 'Akureyri. I lienni eru mörg kvæði, sem öll vitna um ást höfundar á fegurð og drengskap, og öll eru þau ort af smelckvísi og næmu fegurðar- og málskyni. Mörg þeirra eru líka mjög myndræn og sýna ljóðræna og skemmtilega skáldgáfu. Og voreðli skálds- ins og lífsást kemur hvarvettna í Ijós, — en þó gleggst í kvæðum, sem fjalla um andstæður þessa. Um leið og Skinfaxi þakkar prófessor Beck bókina og öll hans mörgu og marg- víslegu störf í þágu íslenzkrar menning- ar, leyfir hann sér og að birta í þessu heftir eitt af ljóðum hans úr nýju bókinni. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.