Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1960, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.04.1960, Qupperneq 12
44 SKINFAXI Fýaltapúkinn l. Dag einn fékk ég þá fregn, að hafurinn illræmdi, sem hlotið hafði nafnið Fjalla- púkinn, hefði orðið hezta vini mínum og gömlum veiðifélaga að bana. Ég hjó mig þegar að heiman og ákvað að leita liefnda. Ég fór til þorpsins Posa, þar sem vinur minn liafði dvalizt. Iiann var ættaður það- an og átti þar frænda, sem hét Pabló. Ég hitti hann, og liann henti mér á tind í fjöllunum þarna skammt frá. „Þarna stóð hann, þegar Fjallapúkinn SPÆNSK FRÁSÖGN Steingeitarhafur er stór skepna og getur verið hœttulegur í návígi. Hafurinn verður 160 sm. langur og einn metri á hœð. Og hornin, sem eru geipilega sterkleg og rand- hvöss, verða fullur metri á lengd. Sumir hafrar liafa reynzt sérlega illvígir og aö sama skapi slœgvitrir. Hér er sagt frá ein- um slíkum, sem átti heima í fjalllendinu á Mið-Spáni. Frásögnin er lítið eitt stytt. steypti lionum niður íyrir 2000 metra hengiflug. Það tók okkur marga daga að finna líkið.“ Við fórum út í kirkjugarð, og þar sór ég að leggja hornin af Fjallapúkanum á leiði vinar míns. Fyrir hádegi daginn eftir stóðum við Pahló á mjórri götu uppi í fjalli og virt- um fyrir okkur tindinn, sem Jaime hafði staðið á, þegar meinvætturin steypti hon- um fram af, og fyrir neðan okkur gat að líta útverði barrskógarins, sem klæddi fjallshlíðina, en nú var hulinn hvítri þoku. Þegar ég stóð á sama stað snemma í vor, þá með Jaime, hafði Iegið lijarn alll nið- ur undir skóginn. Nú hafði sólin hrætt klakann, og vatnið hafði grafið djúpar rásir í dældirnar, þar sem einhver jarð- vegur var ofan á berginu. Kringum tind- inn sveimuðu vængbreiðir ernir og virt- ust ekki háðir gustinum, sem var þó það

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.