Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Síða 13

Skinfaxi - 01.04.1960, Síða 13
SKINFAXI 45 mikill, þar sem við stóðum, að okkur þótti nóg um. „Sérðu, sérðu!“ mælti Pabló, „þarna stendur liann þá, Fjallapúkinn, sem varð Jaime að bana.“ Skjálfandi fingri benti hann á risavaxinn hafur, sem stanzað liafði á snös ekki ýkjalangt fyrir ofan okkur, — og Pabló leit á mig með tárin í augunum. Ilann var ekki í færi, bafurinn, og í þetta sinn ætlaði ég ekki að fara að elt- ast við hann. Ilann hélt sig þarna á sömu slóðum, — það höfðum við nú fengið vitneskju um, og á morgun léti ég til skarar skriða. 2. Næsta morgun fór ég á fætur fyrir birt- ingu, fékk mér bita og lagði síðan af stað með riffil í hendi og nestispoka á baki. Fg gekk liratt upp furuskóginn og hélt áfram hvíldarlaust, unz ég var kom- inn upp á tindinn, sem Jaime liafði ver- ið staddur á, þegar hafurinn réðst á liann. Þar var ekki stingandi strá, aðeins berar klappir og veðraðar gnípur. Milli gnip- anna voru glufur, og út úr einni þeirra Iiafði hann sjálfsagt skotizt allt í einu, hinn illræmdi morðingi. Klukkutímum saman ráfaði ég fram og aftur um fjallið, felaði mig eftir sjdl- um, sem varla geymdu fótinn, en voru steingeitunum eins og breið gangstétt borgarbúunum. Eg skimaði í sífellu í kringum mig, ætlaði sannarlega ekki að láta Fjallapúkann koma mér á óvart. Upp úr nóni kom ég loks auga á liann. Ég var þá staddur á sléttum klöppum allhátt uppi. Allt í einu hejrrði ég ein- hvern þyt, og í sömu svipan sá ég mein- vættina skjótast út úr skúta. Ég brá byss- unni upp að vanganum, miðaði og skaut, en um leið tók hafurinn undir sig stökk, og skotið small í klettinn nokkrum sentimetrum fyrir aftan hann. Hann tók nýtt stökk, og svo hvarf hann gegnum klettaglufu. Ég stóð sem agndofa. Það var tilgangslaust að elta liann. Hann mundi vara sig. Og svo labbaði ég af stað niður fjallið og linnti ekki förinni fyrri en ég var kominn heim að litla húsinu, þar sem ég liafði leigt mér herbergi. Um hádegisbilið daginn eftir fann ég för eftir hafurinn, og skömmu síðar sá ég liann í tvö hundruð metra fjarlægð. En færið var of langt, og ég gat ekki læðzt nær honum þarna. Rétt áður en tók að rökkva, kom ég svo að honum í dálitlu gili. Hann liafði heyrt til mín, og svo þeyttist hann þá upp úr gilinu, stóð síðan andartak á gilbarminum, sem var mjór eins og bnífsegg. Ég miðaði nákvæmlega, vildi forðast, að hann slyppi. Skotið reið af, en um leið og ég snart gikkinn, þeyttist Fjallapúkinn i loft upp og kúlan þaut yfir staðinn, sem hann hafði staðið á. En haf- urinn liafði flogið yfir á snös eina, þar sem hann gat komizt inn á syllu og borg- ið sér fyrir klettanef. Ég skalf af vonzku. Þegar hann stóð á snösinni, leit hann svo sem hlakkandi til mín, og síðan skók liann hornin, áður en hann lientist af stað og hvarf sýnnm. Þriðja daginn elti ég hann niður i þröng- an gilskorning, og nú þóttist ég viss um sigur. En allt í einu sentist hann upp því nær lóðrétta klöpp, — og horfinn var hann enn á ný. Ég stóð eftir vonsvikinn. En skyndilcga kom hann þjótandi ofan i skorninginn og lientist fram hjá mér — og á hæla houm ung og falleg geit. Mér

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.