Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1960, Page 16

Skinfaxi - 01.04.1960, Page 16
48 SKINFAXI ' ' ' tettVanyi Atar^AinA * V_______________________________________ J Hálfrar aldar afmæli Skarphéðins Stærsta og fjölmennasta héraðssamband landsins, Skarphéðinn, hélt hátiðlegt á sumardaginn fyrsta hálfrar aldar afmæli sitt. Var samkoman haldin i liinu mikla félagsheimili að Flúðum í Hrunamanna- hreppi, og var þar mikið fjölmenni sam- an komið, félagar eldri og yngri og marg- ir gestir. Var sjálf hátíðardagskráin síðan flutt í fleiri félagsheimilum, bæði í Árnes- og Rangárvallasýslu, og var hvarvettna saman komið mikið fjölmenni. Hinn kunni íþróttagarpur og þraut- reyndi og ávallt jafnáhugasami formaður Skarphéðins, Sigurður Greipsson, bóndi og skólastjóri í Haukadal, flutli aðalræðu kvöldsins. Hann minntist þeirrar vakn- ingaröldu, sem fór um landið upp úr alda- mótunum, og sagði síðan starfssögu sam- bandsins. Fyrstu stjórn þess skipuðu: Skúli Gunnlaugsson á Kiðjabergi, sem var formaður, Björgvin Magnússon i Klausl- urhólum, Gunnlaugur Þórðarson í Króks- túni, Ingimundur Jónsson í Holti og Sig- urður Vigfússon á Brúnum. Iþróttamálin liafa löngum verið og eru Nokkrum dögum seinna staulaðist ég út í kirkjugarðinn með Pabló og þrem, fjórum vinum Jaimes og lagði horn Fjalla- púkans á gröfina. Ég hafði efnt lieil mitt, enn mjög veigamikill þáttur í starfi sam- bandsins. Það hefur gengizt fyrir 44 starfs- íþróttamótum, mörgum sundmótum og glímumótum, og verið Iiefur það þátttak- andi í landsmótum U.M.F.1. og borið fjórum sinnum sigur af hólmi. Rúmlega fjörutíu sinnum hefur það efnt til keppni um glímuskjöld sinn, en handhafi hans er nú Greipur í Haukadal, Sigurðsson. Þá má geta þess, að strax 1911 kom það upp íþróttavangi i Þjórsártúni, og varð hann íþróttastarfseminni ómetanlcgur styrkur. Fyrir hálfum öðrum áratug lét það búa til nýjan leikvang : Þjórsártúni. Af öðrum málum, sem sambandið hef- ur beitt sér fyrir, má nefna starfsíþrótta- mót, örnefnasöfnun, skólamál héraðsins, stofnun héraðsbókasafns á Selfossi, töku héraðskvikmyndar, bindindissemi í hér- aðinu, aukna og bætta löggæzlu og eflingu ræktarsemi við íslenzka tungu og íslenzkar menningarminjar. Leiftur frá liðnum tíma var aðaldag- skrá hátíðahaldanna. Þar var fyrst skrúð- ganga íþróttafólks, síðan fánahylling og svo glímusýning. Þáttur var fluttur um örnefnasöfnun, og var lesið hið fræga kvæði Jakobínu Jolmson um íslenzk ör- nefni. Því næst komu fram fjórar ung- ar stúlkur, grænldæddar og með grænar skógargreinar í höndum. Ein þeirra las hið ágæta kvæði, sem Guðmundur skáld Guðmundsson tileinkaði ungmennafélög- linum, Vormenn íslands. Skyldi þessi þátt-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.