Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1960, Side 28

Skinfaxi - 01.04.1960, Side 28
60 SKINFAXI finnsson skila hver sínu smáhlutverki skemmti- lega, og sama er að segja um Arndísi Björns- dóttur og Emilíu Jónasdóttur. Brynja Benediktsdóttir, sem fólk þekkir úr leikritinu „Kringum jörðina á áttatíu dögum", lék þarna lítið hlutverk, en gerði það svo skemmtilega, að ástæða er til að vonast eftir góðum leik af henni, þegar fram líða stundir. Þýðing Karls Guðmundssonar virðist vera eðlileg. Ég veitti aðeins einni villu athygli. Christian name heitir skírnarnafn á íslenzku, en ekki fornafn. Það er engin ástæða til að nota dönsk nöfn í íslenzkum þýðingum, þar sem góð íslenzk orð eru til. Ætla má, að þessi sýning verði vel sótt, svo vel er frá henni gengið og svo auðskilin er hún. Leikritið mundi hæfa leikfélögum og leik- urum viðar um land en í Reykjavík. Ólafur Gunnrasson. ★ Slyngtir söiumaður Ungur maður, sem gjarnan vildi verða kaupmaður, en skorti fé, kej'pti ýmislegt í búðum, einkanlega eitthvað sérlega muni, og gekk svo i hús í úthverfum Reykjavík- ur og seldi frúnum vöru sína. Einu sinni komst liann yfir laglegt gaukúr, það er að segja úr, sem var þannig gert, að þeg- ar það sló, opnaðist lítill lileri efst á því, og í ijós kom galandi gaukur. Mannin- um gekk illa að selja úrið, en loks hitti hann unga, málaða og fína frú, sem leizt vel á þetta útskorna furðuverk, enda átti hún fyrir margt sérlegra muna, og frúin náði í snatri í veskið sitt og horgaði eins og upp var sett. Þegar hún var að Ijúka því, sló klukkan — og gaukurinn kom í ljós og gól. Frúin sló saman höndunum og sagði: „En gaman! Maður gæti haldið, að fugl- inn væri hara lifandi, — en sniðugt, en smart, agalega hreint smart!“ Hann liafði fleira meðferðis, sölumað- urinn, en úrið. Hann leit einarðlega í aug- un á frúnni og sagði: „Hann er líka lifandi; það er ekki sízt það, sem gerir, livað mér gengur vel að selja þessi úr, því fólk er svo hneigt fyrir fugla, og þarna þarf ekki sérstakt búr. Og nú vildi ég leyfa mér að taka af frúnni ómak. Ég er hérna með í vasanum nokk- ur hréf af fuglafræi.“ „En livað þér eruð hugulsamur!“ sagði frúin. „Hvað ætti ég að kaupa mörg?“ „1 hili ættu tiu að duga.“ Og frúin var fljót að grípa veskið sitt og borga, og sölumaðurinn jafnfljótur að þakka, kveðja og liypja sig, því að hann heyrði símann hringja; var trúlega ein- liver vinkona, og henni þurfti auðvitað að segja frá því, sem gerzt liafði. UNGMENNAFÉLAG ISLANDS Stofnað 1907 — P.O. Box 406, R.vík. Sambandsstjórn: Sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri Skúli Þorsteinsson, varasambandsstjóri Ármann Pétursson, gjaldkeri Jón Ólafsson, ritari Stefán Ól. Jónsson, meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri: Skúli Þorsteinsson, Reykjavík. Skrifstofusimi U.M.F.l. 12546. Árgjald til U.M.F.l. kr. 5.00. Skinfaxi, tímarit U.M.F.Í.: Ritstjóri Guðm. Gíslason Hagalin. Áskriftargjald kr. 30.00 árg.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.