Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1960, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.07.1960, Qupperneq 16
80 SKINFAXI öll ósköpin á undir trénu. Ég reyndi að koma öðru skoti á dýrið, en viðbrögð þess voru svo snögg, að þess var enginn kost- ur. Ég gat eklci miðað af nákvænmi. Og mér til mikillar gremju geystist hlébarð- inn af stað á ný. Og nú leizt blökkumönnunum síður en svo á blikuna. Óró og ótti greip þá, og það var eins og þeir vissu ekki, hvað þeir ættu af sér að gera. Ég beið, unz þeir tóku að jafna sig. Svo kallaði ég á þá, og þeir komu til mín. Það voru blóðdrefj- ar í grasinu og á runnunum við stíginn, sem hlébarðinn hafði stokkið inn á. Hann gat varla ált langt eftir. „Verið ])ið rólegir,“ sagði ég við hlökku- mennina. „Hann hlýtur að vera mjög illa særður.“ Akín og Franlcsen voru nú báðir vopn- aðir spjótum. Þeir fóru með mér inn á stiginn, og við röktum blóðferil hlébarð- ans. Nú lá hann inni í þéttu kjarri. Við gengum fram með því og höfðum augun hjá okkur. Allt í einu kallaði Akín: „Varaðu þig, húsbóndi góður!“ Ég vék mér við til hálfs og sá skina í hvita bringuna á lilébarðanum. Hann hafði risið upp á afturfæturna og stakk hausnum upp úr laufinu, lagði kollhúfur og hvæsti, og það skein í hvítan tanngarð- inn. Nú bjóst hann til stökks. Ég skaut, gaf mér ekki tóm til að bera riffilinn upp að öxlinni, en studdi skeftinu við mjöðm- ina á mér, þegar ég hleypti af. Illébarðinn sé niður, en svo spratt hann upp, brauzt öskrandi gegnum kjarrið og stefndi á mig. Áðu r en mér gæfist kostur á að skjóta enn á ný, var spjóti skotið í huppinn á hlé- barðanum. I lieiftaræði beit hann í það, og mér gafst tóm til að skjóta á eins metra færi. Og loks féll hlébarðinn dauður í kjarrið. Allt hafði þetta gerzt á nokkrum mín- útum, en mér var sem viðureignin hefði staðið í margar klukkustundir. Mér fannst undarlega hljótt. Ég svip- aðist um og sá, að hjá mér voru einungis Akín og Franksen. Annar hvor þeirra hafði skotið spjótinu. Hinir voru allir flúnir. En nú varð þeim ljóst, að hættan væri liðin lijá, og svo komu þeir þá á vett- vang. Sumir liöfðu falið sig bak við tré eða runna, nokkrir klifrað upp í hæstu trjátoppana. En nú skorti þá eklci dug eða dáð. Þeir æptu af reiði og hefndar- þorsta, og á dauðum hlébarðanum befði dunið hríð af örvum og spjótum, ef ég hefði ekki lagt blátt bann við, að á hann væri skotið. Ivonur og börn komu þjótandi heiman úr þorpinu, sungu, klöppuðu saman lóf- unum, slógu hring um mig, lögðu vinstri hönd á liægri framhandlegg og tóku síð- an í höndina á mér. Hópur kvenna, karla og barna fylgdi mér að jeppanum. Akín og Eranksen, sem höfðu hvorugur brugð- izt mér, leyfðu ekki neinum að snerta við hlébarðanum. Þeir bundu saman á hon- um lappirnar, smeygðu síðan langri stöng á milli þeirra. Þeir settu enda stangar- innar upp á axlir sér, báru því næst skrokkinn að jeppanum og lyftu honum inn í Iiann. Ég mældi dýrið áður en það var flegið. Það var þriggja metra langt. Ein kúlan hafði skrámað á því bóginn, önnur kom- ið í hálsinn, en ekki hitt á æð eða skadd- að liðina, tvær hitt í bringuna, en ekki farið í gegnum beinið.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.