Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1960, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.07.1960, Qupperneq 27
SKINFAXI 91 Árni Tryggvason leikur bankastjórann Billy Bartlet og er næsta ólíkur þeirri manngerð, sem jafnan er að finna i bankastjórastöðum, er ekki við liinn ágæta gamanleikara að sakast hvað það snertir, heldur leikstjórann, sem liefði átt að velja annan mann, t. d. Steindór Hjörleifsson, í hlutverkið. Leikur Árna er skemmtilegur,en liann nýtur sín ekki til fulls sökum þess liversu illa hann á heima í hlutverkinu. Ekki verður sagt að Árni nái nógu góðum tökum á atferli ölvaðs manns, hreyfingarnar eru ýmist of afkáralegar eða of öruggar, minna stundum frekar á mis- heppnaðar leikfimiæfingar en ölvun. Þessir van- kantar mega þó frekar skrifast á reikning leik- stjóra en leikara, þar eð erfitt er að ná tök- um á ölvunaratriði án mikillar tilsagnar, en það virðist einsætt, að hún hafi brugðizt, þar eð einn- ig skortir mjög á að Helga Bachmann i hlut- verki Blanny Weeler sé nógu eðlilega ölvuð, lieldur þyrftu þau Árni og Helga að æfa vín- blönduatriðið betur, þar eð gera má ráð fyrir að Græna lyftan niuni fara af stað aftur með liaustinu og þá sennilega eiga alllanga við- dvöl í Iðnó. Bæði Helga og Árni ná beztum tök- um á leiknum áður en áfengið ruglar um fyrir þeim. Steindór Hjörleifsson leikur Jack Weeler hressilega en virðist vera fullmikill á lofti á stundum, einnig þann galla ætti að vera auðvelt að laga. Sigríður Hagalín er eðlileg Laura Bartlet, lítið greind, skemmtanasjúk, liégómleg og mátulega illgjörn. Sigriður má vara sig á því að nota ekki sömu svipbrigði í hverju sem hún leikur, sérstaklega þarf hún að varast að strengja alltaf vöðvana á vinstri kinninni á sama liátt. Svo er að sjá sem leiksigur Guðnmndar Páls- sonar í „Beðið eftir Godot“ hafi aukið honum öryggi, sem fer honum vel. Hann fer mjög vel með lilutverk Philips Evans og sýnir þar glæsi- mennsku, sem hann liefur oft skort áður. Guðrún Ásnmndsdóttir er afarfjörleg Tessie vinnukona, og er hún eini leikandinn, sem segja má að vinni leiksigur i Grænu lyftunni. Létt- leiki hennar og fjör, ásamt svip, sem gefur til kynna, að hún viti meira en hún segir.á allt mjög vel við i lilutverki vinnukonu Bertlethjón- anna. Mér finnst ástæða til að róma óleti Brynjólfs Jóhannessonar, að hann skuli nenna að fara niður í Iðnó til þess að flytja svolítið smádót úr stað milli klukkan 10 og 11 að kvöldi. Vitan- lega ræður Brynjólfur vel við það hlutverk, en liann er ekki rétta manngerðin í húsgagnaflutn- ingsmann, liins vegar virðist Valdimar Lárus- son vera fæddur til slíkra starfa. Leiktjöldin voru einkar smekkleg, og eins voru ljósin í góðu lagi, hins vegar virðist leikstjórn- inni sjálfri hafa verið nokkuð ábótavant eins og áður er sagt. Þetta er síðasta sýning Leikfélags Reykjavík- ur á þessu leikári, og verður ekki annað sagt en þar hafi verið vel unnið eins og endranær, og vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka því fyrir veturinn og óska því gæfu og gengis á komandi leikári. ★ Ást og stjórnmál. Gamanleikur í þrem þátt- um eftir Terence Rattigan. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Þýðandi: Sigurður Grímsson. Leiktjöld: Lárus Ingólfsson. Terence Rattigan er íslenzkum leikhúsgestum svo vel kunnur, að óþarfi er að kynna liann sér- staklega. Skemmst er að minnast Bro'wning- þýðingarinnar, sem telja verður eitt af beztu verkum, sem hér liafa verið flutt á seinni ár- um og því leikriti vann Þorsteinn Ö. Stephen- sen leiksigur, er seint mun gleymast. Love in Idleness, sem hefur hlotið heitið Ást og stjórnmál á íslenzku, er gamanleikur, sem gerist seint á striðsárunum i London. Aðalefni leiksins er það, að Sir Jolin Fletcher, iðnaðarhöldur og ráðherra, hefur tekið á heim- ili sitt tilvonandi konu sína Olivu Brown, en getur ekki kvænzt henni að sinni sökum þess, að hann liefur ekki gengið frá lögskilnaði við fyrri konuna, sem kaus ástir annars manns fremur en ráðherrans. Þannig standa málin þegar Michael Brown, sonur Oliviu og fyrra manns hennar, sem er látinn, kemur lieim frá Ivanada, en þar liafði liann dvalið í 5 ár. Sonur- inn vill ekki sætta sig við samband móðurinnar og ráðherrans, og eru þau átök, sem af þvi hljót- ast, aðalefni leiksins.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.