Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1960, Page 29

Skinfaxi - 01.07.1960, Page 29
SKINFAXI 93 Forseti U.M.F.I. Séra Eiríkur Eiríksson og Aðalsteinn Sigmundsson. Forseti U. M. F. í., séra Eiríkur Eiríks- son, er nú fluttur að Þingvöllum. Var hann fyrir nokkru — eins og áður getur — skipaður þjóðgarðsvörður -— og liefur nú verið settur prestur Þingvallapresta- kalls. Séra Eiríkur mun nú liafa betri aðstöðu til að láta til sín taka mál U. M. F. í., og er það mjög æskilegl vegna stefnu og starfs þessa veigamikla og vaxandi fé- lagsskapar. Svo sem verið liefur og er stefna U. M. F. í., er það i rauninni mjög vel til fallið, að forseli þess sitji þann stað, sem er í hugum þjóðarinnar tákn forns menning- ar- og manndómsþroska og auk þess ein- hver hinn fegursti og tignasti allra staða á þessu fagra og sérkennilega landi. Skinfaxi óskar séra Eiriki blessunar í starfi sínu á Þingvöllum og væntir þess, að U. M. F. I. megi njóta starfskrafta lians enn um langan aldur. ★ GAMANSÖGUR Ilætiu nú að háfa Egill var skipstjóri á sildarbát frá Reykjavík. Hann var aflamaður mikill og hugsaði helzt ekki um annað en .síldveiði, meðan síldar var von. Sumarið 1947 var liann á síld fyrir norðan og aflaði furðan- lega, og svo tók Hvalfjarðarsíldin við. Eitt sinn, þegar hann varð að stanza í Reykjavík vegna viðgerðar á vörpunni, skauzt liann heim til sín. Þá stóð þannig á, að kona lians var lögzt á sæng, og liún lá lieima, þvi troðfullt var á Fæðingar- deildinni. Þegar Egill var setztur að kaffidrykkju í eldhúsinu, kom Ijósmóðirin fram til hans með telpuhnokka á handleggnum. Skipstjóri spratt upp og vildi inn og lieilsa konu sinni, en ljósmóðirin sagði, að það yrði hann að bíða með. Og eftir örstutta stund, kom hún og sýndi honum aðra telpuhnátu. Þá varð skipstjóranum að orði:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.