Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 3

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 3
Samvinna féiagsheim i lanna væri heillaráð Kristján Ingólfsson Þau félagsheimili í landinu, sem byggð eru samkvæmt félagsheimilalögum, eru nú 137 að tölu, en af þeim eru 10 enn í smíðum. Auk þes eru allmörg fé- lagsheimili, sem reist voru fyrir gildis- töku laganna, starfandi víðsvegar um land. Þessar stofnanir eiga við marg- þættan sameiginlegan vanda að etja, og þess vegna hefur það lengi verið á dagskrá meðal forráðamanna þeirra að efla til samtaka til fyrirgreiðslu sam- eiginlegra mála. Þetta mál var mikið rætt á sam- bandsráðsfundi UMFÍ i haust, en þar var borin fram tillaga um málið af Kristjáni Ingólfssyni formanni UÍA, og fylgdi henni ítarleg greinargerð. Sam- kvæmt tillögu Kristjáns var sam- þykkt að UMFl boðaði sem fyrst til fulltrúafundar landssambanda þeirra, er samanstanda af félögum, er aðild eiga að félagsheimilum þeim í landinu, sem byggð eru samkvæmt lögum um félagsheimili (nr 77/1947 og 47/1957). Hér er um að ræða 15 landssamtök að UMFÍ meðtöldu. Félagsheimilin úti um landið eru mik- ilvægar menningarmiðstöðvar, og hafa ungmennafélögin átt drjúgan þátt í byggingu og rekstri fjölmargra þeirra. Félags- og menningarstarfsemi hefur mjög eflst við tilkomu félagsheimil- anna, en öllum sem til þekkja finnst þó að nýting þeirra gæti orðið fjöl- breyttari og betri en hún er víðast hvar. En til þess að svo megi verða þarf nýtt átak, sem krefst samvinnu ef hagkvæmur árangur á að nást. Greinargerðina, sem Kristján Ing- ólfsson lét fylgja tillögu sinni, birtum við hér á eftir, en í henni eru gagn- merkar upplýsingar um þetta mál: Forsaga Fyrir um það bil áratug höfðu nokkur landssamtök félaga, er aðild eiga að félagsheimilum í landinu, bundizt sam- tökum um það, að stofna til félagasam- taka, er rækju fyrirgreiðsluskrifstofu hér í Reykjavík, er greiddi fyrir hinum ýmsu félagsheimilum og leysti vanda þeirra á ýmsan máta. Ur þessu varð þó ekki, þar sem opin ber yfirstjóm menningarmála í land- inu lét í það skína, að hér mundi ríkis- valdið koma til skjalanna og sjá um nauðsynlegar framkvæmdir. Töldu þá ýmsir hinna fyrrnefndu aðila, að mál- SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.