Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1970, Page 5

Skinfaxi - 01.08.1970, Page 5
Þrastarskógur Nýi íþróttavöllurinn er upphaf stórframkvæmda Nú í haust var lokið við að þekja nýj- an og glæsilegan íþróttavöll, sem UMFI hefur látið gera í Þrastaskógi. Eins og ungmennafélögum er kunnugt hefur þessi íþróttavallargerð verið alllengi á döfinni, en í sumar og haust hefur verið unnið kappsamlega að þessu verkefni, og nú er íþróttasvæðið fullgert til notk- unar, — 60x110 metra íþróttavöllur, lagður túnþökum, í einstæðu umhverfi hins fagra skóglendis í Þrastarskógi. Stjórn UMFÍ taldi það knýjandi nauðsyn að Ijúka íþróttavallargerðinni. Margar ungar hendur lögðu af mörkum dugmikið starf hér eystra í sumar til þess að þetta mætti takast, og það tókst, meira að segja með ótrúlega lágum til- kostnaði. Vonandi geta sem flestir ungmenna- félagar, hvaðanæva að, verið viðstaddir þegar samtökin vígja þetta nýja íþrótta- svæði að sumri. Við skulum líka minnast þess, að þetta er aðeins upphafið að áformuðum stórframkvæmdum í Þrasta- skógi. En að náðum þessum áfanga er ekki úr vegi að rifja upp nokkra þætti í sögu þessarar fögru landareignar UMFI við Sog og Álftavatn. Á 76. afmælisdegi sínum, hinn 18. október 1911, gaf hinn kunni athafna- maður, Tiyggvi Gunnarsson, Ungmenna- félagi íslands landssvæði í landi Ond- verðarness í Grímsnesi um 45 hektara að stærð, eða eins og segir í gjafabréfinu: „140,5 vallardagsláttur". Landssvæði þetta liggur syðst í vesturhluta Gríms- neshrepps og er umlukt vötnum á tvo vegu, Soginu að vestan og Álftavatni að norðan. Landið er allmjög mishæðótt og algróið lágum birkiskógi, víði, lyngi og Hafsteinn Þorvaldsson, form. TJMFÍ, og Ragn- hildur Ingvarsdóttir kona hans unnu við aö þekja nýja íþróttavöllinn. (Ljósm. Sig. Jónss.). SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.