Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1970, Page 13

Skinfaxi - 01.08.1970, Page 13
ERINDREKSTUR UMFÍ Heimsókn til Norðvesturlands í byrjun september fóru þrír stjórn- armenn UMFÍ ásamt framkvæmda- stjóra samtakanna í erindrekstursferða- lag til Vestur- og Norðvesturlandsins, en sum héraðssambandanna á þessum slóð- um hafa starfað lítið eða ekkert undan- farið. Þeir, sem fóru þessa ferð, voru: ITaf- steinn Þorvaldsson, formaður UMFI; Gunnar Sveinsson, gjaldkeri; Sigurður Guðmundsson, ritari og Sigurður Geir- dal, framkvæmdastjóri. Það er ekki oft, sem hægt er að koma við svo fjölmenn- um erindrekstri, en með þessum heim- sóknum vildi stjórn UMFÍ leggja áherzlu á þá stefnu sína að ná sem beztu sam- bandi og samvinnu við ungmennafélaga í öllum landshlutum, og ekki sízt þá, sem orðið hafa viðskila eða átt hafa í erfiðleikum af ýmsum ástæðum undan- farin ár. Farið var um félagssvæði eftirtalinna héraðssambanda: Ungmennasambands Norður-Breiðfirðinga, Ungmenna- og íþróttasambands Vestur-Barðastrandar- sýslu, Héraðssambands Vestur-ísfirðinga, Héraðssambands Strandamanna og Ung- mennasambands Dalamanna. Stjórnin undirbjó för sína vandlega og lagði áherzlu á, að hægt yrði að hitta sem flesta af forystumönnum félaganna á viðkomandi stöðum. Einnig hafði Sig- urður Geirdal tekið saman upplýsingar um félagslega stöðu og viðfangsefni á hverjum stað. Þá höfðu heimamenn verið hvattir til að annast undirbúning heima fyrir þanriig að allir gætu haft sem mest gagn af þessum heimsóknum. Ekki þarf að orðlengja það, að þessi ferð var hin gagnlegasta fyrir alla aðila. Skipst var á skoðunum og vandamálin rædd í bróðerni og hreinskilni, og sterkar vonir standa til þess að starf samtak- anna á þessum slóðum eflist á næstunni, en sums staðar hefur það reyndar ver- ið með ágætum, eins og síðar verður vikið að. Skal nú ferðasaga þeirra fjór- menninganna rakin nokkuð nánar sam- kvæmt upplýsingum, sem Skinfaxi afl- aði sér hjá Sigurði Geirdal. Fruinstæð' íþróttamannvirki víð'a um land vitna um crfiöar aðstæður, sem löngum hafa háð íþróttaiökunum hér á landi. Myndin sýnir sundlaug, sem Umf. Örn á Bíldudal byggði og nota'ði um árabil (Ljósm.: Sig. Geirdal). SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.