Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 26
Kveðja til UMF Dagsbrúnar A-Landeyjum, 15. nóvember 1969 Við skyggnumst andartak aftur í tímann er ungir, dugandi menn, mynduðu samtök, þau samtök hafa síðan lifað, og enn í blóma þau standa um byggðir landsins og bera þess vitni nú, að til eru ennþá ungir sveinar, sem eiga metnað og trú. Ungmennafélögin höfðu og hafa það helzt á stefnuskrá, að efla líkams og andans hreysti og árangri góðum ná. Því hef ég nokkrum þankabrotum þjappað í lítinn brag, að ungmennafélagið okkar gamla er orðið sextugt í dag. Það fagnar nú miklum merkisdegi af myndar- og glæsibrag minnugt þess, hvað það á að þakka þeim, er studdu þess hag. Það hefur oft sýnt sig og sést hér í verki og sannast mun alla tíð, hvað samtakamáttur miklu orkar hjá mönnunum fyrr og síð. Traustum stendur nú félagið fótum, farnist því ætíð sem bezt. Það er ein grein af þeim gamla stofni, sem gefa vill landinu mest, horska syni og hraustar dætur, hugprúða æskusveit, er eflir samheldni, dáð og drengskap og dug til að standast sín heit. Við lifum á tímum tækni og mennta og teljum það okkur í hag og megum það líka, því máttur og þekking er manninum nauðsyn í dag. En einu við megum þó ekki gleyma, því allt er í heiminum valt: Það er kjörorðið gamla og góða að gefa landinu allt. Sesselja þórðardóttir. d Önn þeirra daga, er drottinn gefur og tekur, daprar mér sýn um víðerni blárra geima, en bjargar mér samt, því athöfnin viljann vekur, þótt verki í brjóst og taugar, fer blóðið að streyma. Ef andinn svíkur og finnur ei verk til að vinna, vogin fellur og dauðinn læðist að hjarta, trúin dofnar og þrek verður minna og minna, myndir hverfa og fækkar um daga bjarta. En hvert er mitt pund og hver kann til réttra svara? Hvaðan er komin lífsins orka og vandi? Hver gefur mátt og örugga von til vara, ef varða míns lífs er blekking á eyðisandi? Skúli Þorsteinsson. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.