Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1974, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.06.1974, Qupperneq 8
FRÁBÆR ÁRANGUR GRINDVÍKINGA í JUDO Judo er ung íþrótt á íslandi, en margt bendir til þess að íslendingar eigi eftir að geta sér gott orð fyrir þessa íþrótt, líka í keppni á alþjóðavettvangi. Keppni ís- lenskra judomanna á Norðurlöndum í vetur ætti að sanna þetta. íþrótt þessi sem er upprunnin í Japan og á rætur í æva- gamalli austurlandamenningu, virðist eiga mjö vel við íslendinga. Nú í vor tóku íslenskir judomenn í fyrsta sinn þátt í sveitakeppni Norðurlandameistaramóts- ins og urðu þar í öðru sæti á eftir Finn- um. í keppni einstaklinga hlutu íslensku judomennirnir þrenn bronsverðlaun. Judo er vandasöm íþrótt og krefst all- mikils stofnkostnaðar þegar æfingar byrja. Erfitt er að fá þjálfara, og judo- dýnur eru dýrar. Þetta er meginástæðan fyrir því að enn æfa aðeins 5 íþrótta- og ungmennafélög þessa íþrótt. Fyrir tveim- ur árum voru félögin þó aðeins tvö svo að útbreiðslan gengur vel. Það sem kannski spáir bestu um framgang þessarar í- þróttagreinar í framtíðinni, eru vinsæld- ir hennar meðal ungra drengja og reynd- ar stúlkna líka. Fjölmenn judomót fvrir unglinga og drengi allt niður í 8 ára ald- f { Jóhannes Haraldsson, l.kyu, íslandsmeistari í léttvigt og judoþjálfari Umf. Grindavíkur. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.